Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Sérfræðingur í vatnamálum

Sérfræðingur í vatnamálum

6 maí 2024
Sérfræðingur í vatnamálum

Orkustofnun leitar að framsæknum sérfræðingi til starfa á sviði sjálfbærrar auðlindanýtingar.

Meginábyrgðarsvið sérfræðingsins lýtur að stjórnsýslu vegna hagnýtingar grunnvatns og yfirborðsvatns á málasviði Orkustofnunar en markmið starfsins er að tryggja að hagnýting auðlinda sé í samræmi við viðmið sjálfbærrar þróunar og styðja við faglega mótun á umgjörð sjálfbærrar auðlindanýtingar á Íslandi.

Hér gefst einstakt tækifæri til að taka þátt í að styrkja stoðir samfélagsins í takt við orkustefnu Íslands, með faglega ráðgjöf og framsýni að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Leyfisveitingar og önnur stjórnsýsla vegna nýtingar vatnsauðlindarinnar á og undir jörðu 
  • Þátttaka í mótun stefnu og umgjarðar auðlindanýtingar í þágu þjóðar í samvinnu við stjórnendur og aðra sérfræðinga Orkustofnunar, stjórnvöld, almenning og hagaðila 
  • Samvinna um skipulags- og umhverfismál og rannsóknir á sviði auðlindanýtingar 
  • Þátttaka í fjölbreyttum verkefnum og uppbyggingu innan sviðs sjálfbærrar auðlindanýtingar, m.a. leyfisveitingar og eftirlit 
  • Miðlun upplýsinga og þekkingar til sérfræðinga, stjórnvalda og almennings

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun á meistarastigi á sviði jarðvísinda, umhverfisfræða, umhverfisverkfræði eða öðrum tengdum greinum sem nýtast í starfi
  • Þekking og reynsla af málaflokknum úr einkageira, háskólaumhverfi eða stjórnsýslu 
  • Reynsla af stjórnun verkefna og þverfaglegri samvinnu 
  • Hæfni í að setja fram skýr markmið og áætlanir og að ljúka verkefnum 
  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni 
  • Frumkvæði, drifkraftur, skilvirkni, jákvæðni og faglegur metnaður 
  • Áhugi á að vinna í og taka þátt í að móta lifandi og metnaðarfullt starfsumhverfi
  • Áhugi á orku- og umhverfismálum og sjálfbærri auðlindanýtingu í víðu samhengi
  • Gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti er skilyrði
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg 
  • Þekking og reynsla á sviði stefnumótunar er kostur 
  • Færni í norðurlandamáli er kostur

Umsókn skal fylgja ferilskrá og stutt kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig umsækjandi uppfyllir hæfniskröfur. 

Laun greiðast samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðuneytis við viðkomandi stéttarfélag. Um er að ræða 100% starf. Starfsstöðvar eru bæði á Akureyri og í Reykjavík. 

Orkustofnun hvetur alla áhugasama einstaklinga til að sækja um starfið. 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. reglur um auglýsingar lausra starfa nr. 1000/2019. 

Umsóknafrestur er til og með 19. maí 2024. 

Nánari upplýsingar veitir

Kristján Geirsson, sviðsstjóri, kristjan.geirsson@os.is

Sækja um starf