Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Mikill áhugi á frekara samstarfi Íslands og Póllands um jarðhita, græn orkuskipti og kolefnisförgun.

Mikill áhugi á frekara samstarfi Íslands og Póllands um jarðhita, græn orkuskipti og kolefnisförgun.

20 júlí 2023
Mikill áhugi á frekara samstarfi Íslands og Póllands um jarðhita, græn orkuskipti og kolefnisförgun.

Samstarf og sameiginleg tækifæri Íslands og Póllands þegar kemur að jarðhita, endurnýjanlegum orkugjöfum, auknu orkuöryggi, orkuskiptum og kolefnisförgun og -geymslu, voru til umræðu á fjölsóttu málþingi í Varsjá 14. júní. Að þinginu stóðu Grænvangur, Sendiráð Íslands í Póllandi og Orkustofnun í samstarfi við MEERI PAS stofnunin í Pólland, sem er Rannsóknastofnun jarðefna- og orkubúskapar Pólsku vísindaakademíunnar.

Leiðandi fyrirtæki og fyrirlesarar á sviði orkumála, bæði frá Íslandi og Póllandi sóttu málþingið auk fulltrúa stjórnvalda beggja landa.

Pólsk yfirvöld hafa aukið fjárframlög til jarðhita til að ýta undir orkuskipti og bæta orkuöryggi í samræmi við stefnu stjórnvalda á undanförnum árum. Niðurstöður málþingsins undirstrikuðu sameiginlega hagsmuni og markmið beggja landa til takast á við loftslagsbreytingar.

Lögð var áhersla á nýjungar og framfarir á sviði hreinnar orku, með kynningum um tæknilegar og nýstárlegar lausnir til að flýta fyrir orkuskiptum en á meðal aðkallandi umræðuefna þingsins var aukið orkuöryggi og möguleikar Pólverja til draga úr losun útblásturs í samræmi við orku- umhverfis- og loftslagsáætlun Póllands innan Uppbyggingarsjóðs EES.                 

 

Hannes Heimisson

  • Hannes Heimisson sendiherra Íslands í Póllandi lagði áherslu á þau tækifæri sem opnum íslenska sendiráðsins í Póllandi hefur skapað þegar kemur að frekara samstarfi landanna, einkum á sviði jarðhita, grænna orkuskipta og orkuöryggis. Mynd:Baldur Pétursson

Á meðal fulltrúa pólskra stjórnvalda voru Arkadiusz Mularczyk, aðstoðar utanríkisráðherra, Paweł Dębski, aðstoðarframkvæmdarstjóri efnahags- og samstarfsdeildar utanríkisráðuneytisins og Paweł Sałek, aðstoðarmaður  Andrzej Duda forseta Póllands.

Fram kom í máli sendinefndar pólskra stjórnvalda að vaxandi áhugi væri á samstarfi landanna og vísaði til fyrri þjálfunarnámskeiða máli sínu til stuðnings.

Fulltrúar sendinefndarinnar lýstu yfir aðdáun á starfsemi Íslands á sviði kolefnisförgunar og -geymslu (CCS) og tilgreindu möguleg svæði fyrir frekara samstarf á þessu sviði. Áhersla var lögð á mikilvægi verkefna Uppbyggingasjóðs EES og augljóst að fulltrúar sveitarstjórna í Póllandi sjá mikil tækifæri í því starfi sem hefur verið unnið á vegum sjóðsins.

 Í ræðu Krzysztof Galos prófessors og forstjóra MEERI PAS, var fjallað um árangursrík tvíhliða samstarfsverkefni við Ísland, Beata Kępinska, verkefnisstjóri KeyGeothermal hjá MEERI PAS, og Baldur Pétursson, verkefnisstjóri KeyGeothermal hjá Orkustofnun, lýstu jarðhitaverkefnum sem þeirra stofnanir hafa staðið að í samvinnu við önnur lönd.

Gert er ráð fyrir verulegum ávinningi af verkefnum Uppbyggingasjóðs EES í orku- umhverfis- og loftslagsgeiranum í Póllandi, sem m.a. er talinn nema um 600.000 tonna samdrætti á losun koltvísýring í Póllandi árlega.

Undanfarin ár hefur orðið mikill vöxtur í samstarfi Póllands og Íslands á sviði jarðvarma og endurnýjanlegrar orku, auk umhverfis- og loftslagsaðgerða. Samstarf hefur verið stutt með ýmsum áætlunum og verkefnum innan Uppbyggingarsjóðs EES, sem hafa verið boðin út á markaði til fyrirtækja eða unnin í tvíhliða samstarfi landanna. Fulltrúar öflugra fyrirtækja í orkumálum, bæði frá Íslandi og Póllandi, tóku virkan þátt í málþinginu. Þekkingin og dýrmæt reynsla sem þessi fyrirtæki byggja á er eftirsótt á heimsvísu og gáfu innlegg þeirra fulltrúum stjórnvalda góða innsýn á þeim möguleikum sem hægt er að sækja með enn frekara samstarfi.

  • Aðilar frá Grænvangi, sendiráði Íslands í Póllandi, Orkustofnun, MEERI PAS í Póllandi og Umhverfis- og loftslagsráðuneyti Póllands. Mynd:Baldur Pétursson     

Dæmi má nefna vaxandi starfsemi EFLU í Póllandi en þar starfa nú um 40 sérfræðingar og hefur fyrirtækið aukið umsvif sín í raforkuflutningi, raflínum og öðrum orkuverkefnum. Verkís hefur tekið þátt í nokkrum jarðhitaverkefnum í Póllandi undanfarin ár, ISOR tekur þátt í einu verkefni og Arctic Green Energy tekur nú þátt í nokkrum verkefnum víðs vegar um Pólland.

  • Frá vinstri. Paweł Sałek, aðstoðarmaður Andrzej Duda forseta Póllands, Arkadiusz Mularczyk, aðstoðar utanríkisráðherra Póllands, Halla Hrund Logadóttir orkumálamálastjóri og Hannes Heimisson sendiherra Íslands í Póllandi. Mynd:Sendiráð Íslands í Póllandi.    

Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri, stjórnaði umræðum og flutti samantekt í lok fundarins og dró skýrt fram þann mikla vöxt sem hefur verið í samstarfi Póllands og Íslands á sviði jarðvarma og endurnýjanlegrar orku, auk umhverfis- og loftslagsaðgerða, sem stutt hafa verið með  áætlunum og verkefnum Uppbyggingarsjóðs EES.  

Sérstaklega hafa hagkvæmnisrannsóknir í Poddebice og öðrum stöðum í Póllandi í samvinnu Orkustofnunar, MEERI PAS, og fleiri sérfræðinga frá Póllandi, veitt dýpri skilning á möguleikum jarðhitanýtingar og lagt grunninn að frekari verkefnum og samstarfi fyrirtækja. KeyGeothermal verkefnið sem nú er í gangi á milli þessara stofnana, felur einnig í sér jarðhitaþjálfun í Póllandi, námsferðir til Íslands og heimsóknir sérfræðinga til pólskra borga, sem hefur átt stóran þátt í undirbúningi málþingsins og auðveldað aukið samstarf sveitarfélaga, borga og atvinnulífs í Póllandi og Ísland. Einnig er tekið undir mikilvægi þessara verkefna á heimasíðu Grænvangs, og þar er jafnframt hægt að nálgast öll erindin sem flutt voru á málþinginu.

  • Frá vinstri. Maciej Miecznik, Beata Kepinska, Krzysztof Galos frá MEERI PAS Póllandi, Halla Hrund Logadóttir og Baldur Pétursson frá Orkustofnun. Þessar stofnanir hafa unnið að nokkrum samstarfsverkefnum á sviði jarðhita innan Uppbyggingasjóðs EES á umliðnum árum.  Mynd: Sendiráð Íslands í Póllandi.