Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Rúmenskar orkukonur í heimsókn

Rúmenskar orkukonur í heimsókn

5 desember 2022
Frá vinstri: Cristina Cremenescu, Silvia Vlasceanu, Maria Manicuta og Georgeta-Corina Popescu.

Á dögunum kom í heimsókn hópur kvenna í orkugeiranum í Rúmeníu sem nýverið stofnaði samtök kvenna í orkumálum þar í landi.

Á dögunum kom í heimsókn hópur kvenna í orkugeiranum í Rúmeníu sem nýverið stofnaði samtök kvenna í orkumálum þar í landi.

Heimsóknin var hluti af verkefni sem Orkustofnun vinnur í samstarfi við íslensku samtökin Konur í Orkumálum (KÍO) og er partur af orkunýtingaráætlun uppbyggingasjóðs EES í Rúmeníu.

Með þessu verkefni er verið að styðja við markmið stjórnvalda í þróunarsamvinnu Íslands að stórauka áherslu á loftslagsmál en í stjórnarsáttmála kemur fram að horft sé sérstaklega til verkefna á sviði sjálfbærrar orku með tilliti til íslenskrar sérþekkingar á borð við jarðhitanýtingu, sjálfbæra orku- og auðlindanýtingu sem og jafnréttismála.

Dagskráin samanstóð af heimsóknum til orkufyrirtækja og kynnisferðum á staði sem þar sem jarðhiti er nýttur í starfsemina.

Hópurinn, sem samanstóð að miklu leyti af sérfræðingum í flutningi og dreifingu rafmagns heimsótti m.a. Landsnet. Það var mjög fróðleg heimsókn og var skipst á reynslusögum og ýmsar áskoranir ræddar m.a. þær aðstæður sem eru uppi vegna stríðsins í Úkraínu.

Hópurinn sýndi jarðhitaverkefnum mikinn áhuga. Í Hellisheiðarvirkjun fengu þær góða leiðsögn um jarðhitanýtingu á Íslandi. Þar fengu þær einnig fræðslu um starfsemi Carbfix, en mikil áhersla er lögð á kolefnisförgun í Rúmeníu.

Heimsókn í Írafossvirkjun var gluggi þeirra inn í nýtingu vatnsafls á Íslandi, en í Rúmeníu er vatnsafl einnig mikið nýtt til raforkuframleiðslu. Stöðvarstjórinn sem tók á móti hópnum svaraði mörgum spurningum um raforkuframleiðslu á Íslandi.

Að sjálfsögðu var byrjað á ferð í Bláa Lónið og einnig var farið í Sky Lagoon og var mikið rætt um möguleika á svipaðri jarðhitanýtingu í Rúmeníu sem gæti skapað atvinnu og ýtt undir ferðamennsku í landinu.

Einnig gafst tími á milli heimsókna til þess að vera með vinnustofu með samtökunum Konum í Orkumálum. Tíminn var nýttur til þess að deila þekkingu og ræða næstu skref fyrir rúmensku samtökin.

Sérstakar þakkir fá Landsnet, Orka náttúrunnar og Landsvirkjun fyrir frábærar móttökur og fræðslu. Einnig þökkum við Hildi Harðardóttur, formanni Kvenna í Orkumálum fyrir frábært samstarf.