Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Raforkuspá gefin út

Raforkuspá gefin út

15 október 2021
Raforkuspá gefin út

Orkustofnun hefur gefið út endurreikning á raforkuspá frá 2020 út frá nýjum gögnum og uppfærðum forsendum. Spáin er unnin á vegum raforkuhóps orkuspárnefndar en í honum sitja nú auk fulltrúa Orkustofnunar, fulltrúar Landsnets, dreifiveitnanna og Samorku.

Í skýrslunni er sett fram grunnspá um raforkunotkun frá 2021 til 2060. Grunnspáin er sú lykilspá sem Orkustofnun leggur fram árlega samkvæmt lögbundnu hlutverki sínu. Til viðbótar við grunnspá eru settar fram þrjár sviðsmyndir sem ætlað er að gefa dæmi um hvaða áhrif breyttar forsendur gætu haft á raforkunotkun. Grunnspáin byggir á þróun mannfjölda, fjölda heimila, landsframleiðslu og framleiðslu einstakra atvinnugreina. Gert er ráð fyrir að umtalsverð orkuskipti eigi sér stað á spátímabilinu, fyrst og fremst í samgöngum svo sem að fólksbifreiðar verði að stórum hluta rafknúnar og síðan taki við sendibifreiðar, vörubifreiðar og hópferðabifreiðar, ferjur, skip og annað.

Spáð er fyrir um alla raforkunotkun nema notkun stórnotenda, en hjá þeim er einungis tekin með í spána sú raforkunotkun sem er í gildandi orkusölusamningum. Líkt og áður er ekki gert ráð fyrir raforkuþörf vegna framleiðslu á rafeldsneyti. Það skýrist m.a. vegna óvissu um hvaða tegund rafeldsneytis verður ríkjandi, hver orkuþörfin verði sé það framleitt innanlands og hvernig tækni mun þróast heilt yfir á þessu sviði s.s. fyrir flugvélar og skip. Gert er ráð fyrir meiri áherslu á þennan þátt í framtíðar raforkuspám.

Tekið skal fram að raforkuspáin spáir aðeins fyrir um eftirspurn eftir raforku og er ekki lagt mat á hvort það sé nægt framboð raforku til mæta þörfinni á spátíma.

Hér má lesa nýju raforkuspána  Raforkuspá 2021-2060  

Töflur úr spánni - excel-skjal