Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Raforkueftirlit Orkustofnunar leitar eftir liðsauka

Raforkueftirlit Orkustofnunar leitar eftir liðsauka

13 apríl 2023

Orkustofnun auglýsir áhugaverð og krefjandi störf við raforkueftirlit sem munu gegna lykilhlutverki í mótun umgjarðar raforkumála í takt við auknar kröfur samtímans. Raforkueftirlitið er sjálfstæð eining innan Orkustofnunar sem fer með eftirlit með fyrirtækjum á raforkumarkaði í samræmi við ákvæði raforkulaga nr. 65/2003 og ber að tryggja virka samkeppni á raforkumarkaði og hagkvæma uppbyggingu flutnings- og dreifikerfa raforku.

Orkustofnun starfar í þágu samfélagsins og í takt við orkustefnu Íslands. Hlutverk hennar er að skapa skýra umgjörð um orkumál, stuðla að nýsköpun og upplýstri umræðu og að veita stjórnvöldum faglega ráðgjöf í þágu almannaheilla. Stefna Orkustofnunar er að byggja upp þekkingu á fagsviðum stofnunarinnar svo sem á sviðum orkuvinnslu, orkunýtingar og loftslagsmála, stunda skilvirka og gagnsæja stjórnsýslu, sem og sjálfstætt vandað eftirlit. Orkustofnun leggur áherslu á að vera framsýn, traust og skilvirk.

Sérfræðingur á sviði raforkurekstrar og hagræns eftirlits

Umsóknafrestur er til og með 15. maí 2023.
Nánar

Sérfræðingur í verkfræði raforkumála

Nánar