Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Orkustofnun tekur þátt í HYBES

Orkustofnun tekur þátt í HYBES

16 október 2023
Orkustofnun tekur þátt í HYBES

Orkustofnun tekur þátt í HYBES verkefninu ásamt Cork County Council, University College Cork - National University of Ireland and Secure and Fix It Enterprises T/A NCE Insulation frá Írlandi, Umeå borg og Umeå University frá Svíþjóð, Umhverfisstofnun Færeyja og Sveitarfélagið Bodø í Noregi.

 

Þeir innviðir sem nú eru til staðar munu ekki standast orkuþörf framtíðarinnar. Með meiri þrýstingi á kolefnishlutlausar borgir og bæi, þurfum við raunhæfar lausnir sem samfélög geta innleitt á skömmum tíma. Einnig þurfum við aukna vitund og þekkingu til að innleiða breytingar strax.

Þessar áskoranir eru grunnurinn í evrópska rannsóknarverkefninu „Hybrid energy solutions for buildings and infrastructure“ (HYBES í stuttu máli) sem hófst í febrúar árið 2023. Verkefninu er stýrt af Nordland Research Institute í Noregi. Því er ætla að þróa aðgerðir til að gera byggingar orkunýtnari og umhverfisvænni. Verkefnasamstarfið samanstendur af stofnunum frá Noregi, Svíþjóð, Færeyjum, Íslandi og Írlandi og er styrkt af Interreg - Norhtern Periphery and Arctic program.

Orkustofnun kemur að þremur verkþáttum innan þessa samstarfs og eru það:

  • Að gera leiðarvísir fyrir almenning um leiðir til að lifa sjálfbærum lífstíl með lágt kolefnisfótspor. Vistorka á Akureyri hefur fengið það verkefni og mun vinna að leiðarvísinum út frá núverandi þjónustu og aðstæðum sem eru til staðar fyrir íbúa á Akureyri.
  • Fylgt verður eftir orkusparnaðarverkefni á Grundarfirði þar sem hafa verið boraðar borholur sem styrktar voru að Orkusjóð þar sem komið verður fyrir varmadælum fyrir sundlaugina og grunnskólann á staðnum.
  • Stutt verður við uppbyggingu innviða í sólarorku og batteríslausnum í Grímsey sem nú er utan samveitna og er rafmagnsframleiðsla og húshitun á eyjunni háð olíu.  

Þátttakendur í verkefninu komu í heimsókn til Akureyrar í september í tengslum við verkefnið. Hópurinn fundaði í þrjá daga bæði á Akureyri og í Mývatnssveit.

 Hér má sjá nokkrar myndir úr ferðinni: