Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Raforkueftirlitið birtir uppgjör tekjumarka Landsnets fyrir árið 2023 

Raforkueftirlitið birtir uppgjör tekjumarka Landsnets fyrir árið 2023 

4 júlí 2024
Raforkueftirlitið birtir uppgjör tekjumarka Landsnets fyrir árið 2023 

Raforkueftirlitið hefur lokið uppgjöri tekjumarka Landsnets fyrir árið 2023. Tekjumörk setja sérleyfisfyrirtækjum í flutningi og dreifingu raforku mörk varðandi leyfðar tekjur og útgjöld. Tekjumörk eru ekki sett á Íslandi fyrir hitaveitu eða aðra starfsemi sérleyfisfyrirtækja. 

 

Niðurstöður sýndu að tekjuheimildir Landsnets voru vanteknar um 452.008 þús.kr. fyrir almenna notendur og 1.058.308 þús.kr. fyrir stórnotendur. Við árslok 2023 voru uppsafnaðar vanteknar tekjur Landsnets 589.770 þús.kr. fyrir almenna notendur, eða -7,9% af tekjumörkum, og 1.904.976 þús.kr. fyrir stórnotendur, eða -15,0% af tekjumörkum. 

 

Flutningsfyrirtækið lagði fram tillögu um að lengja afskriftartíma nýjustu 220 kV háspennulínanna úr 50 árum í 60 ár, sem Raforkueftirlit Orkustofnunar samþykkti. Með þessari breytingu endurspeglast afskriftir í tekjumörkum Landsnets í reikningshaldi. Nánari sundurliðun og helstu forsendur eru aðgengilegar í töflureiknisskjali hér

Tekjumörk miðast nú við meðaltal útgjalda á tímabilinu 2015-2019, uppfærð með vísitölu neysluverðs og launavísitölu ásamt afskriftum og leyfðri arðsemi af fastafjármunum og veltufjármunum. Gjaldskrár raforkuflutnings, sem notendur greiða, taka annars vegar mið af tekjumörkum og hins vegar kerfisþjónustu og flutningstöpum. 

Finna má nánari upplýsingar um uppgjör flutningsfyrirtækisins hér: Tekjumörk — Orkustofnun