Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Orkuöryggi á Norðurslóðum til umfjöllunar

Orkuöryggi á Norðurslóðum til umfjöllunar

16 október 2023
Orkuöryggi á Norðurslóðum til umfjöllunar

Orkuöryggi á Norðurlöndum verður til umfjöllunar á ráðstefnu um orkuöryggi og samfélag sem haldin verður í Reykjavík næsta fimmtudag, 19. október á Hilton Reykjavík Nordica og stendur frá kl. 9:00 til 12:00. Orkuöryggi er ofarlega í huga heimsbyggðarinnar þessa dagana enda standa þjóðir frammi fyrir miklum áskorunum vegna stríðsátaka og áforma um að umbylta orkukerfum heims á næstu áratugum til að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum. Fundurinn er haldinn í samvinnu Orkustofnunar, Norrænna orkurannsókna, Norrænu ráðherranefndarinnar, ríkisstjórnar Íslands og umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytisins.

Við hvetjum áhugasama að skrá sig á síðu viðburðarins.

Á meðal umræðuefna verður orkuöryggi á Norðurlöndum í ljósi nýlegra atvika í Eystrasalti, brýnustu verkefni Norðurlanda á sviði orkumála og áhrif þessa á samfélagið. Á meðal þeirra sem kveða sér hljóðs eru Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Karen Ellemann, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, Gillian Martin, orku- og umhverfisráðherra í skosku ríkisstjórninni, og Kalistat Lund, landbúnaðar-, sjálfbærni-, orku- og umhverfisráðherra Grænlands.

Fundarstjóri verður Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og meðstofnandi miðstöðvar norðurslóða, Arctic Initiative, við Harvard háskóla sem beinir sjónum meðal annars að áhrifum loftslagsmála.

Ráðstefnan er frábært tækifæri til að fá fyrstu hendi innsýn í áskoranir og lausnir í orkuskiptum, uppbyggingu innviða endurnýjanlegrar orku og öryggi orkuafhendingar.

Smelltu hér til að skrá þig á ráðstefnuna

Smelltu hér til að nálgast dagskrá ráðstefnunnar


Ráðstefnan er hluti af þingi Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle Assembly 2023 sem hefst í Hörpu á 19. október og stendur til laugardags, 21. október. 

Við bendum á að hægt er að fá nýjustu fréttir frá Nordic Energy Research (NER) svo sem um ný útboð og fleira forvitnilegt með áskrift að fréttabréfi  (sign up for newsletter) og með því að tengjast Linkedin.