Fréttir
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sólarsellustyrki
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sólarsellustyrki
27 júní 2024Orkusetur Orkustofnunar hefur opnað fyrir umsóknir um sólarsellustyrki. Hægt er að sækja um í gegnum þjónustugátt Orkustofnunar frá 27. júní – 31. ágúst 2024.
Í forgangi við úthlutun styrkja eru:
- Notendur utan samveitna
- Notendur á dreifbýlistaxta
- Notendur á rafhituðu svæði
Um samkeppnissjóð er að ræða og við val á umsóknum er horft til verkefna þar sem notkun og framleiðslugeta fara hvað best saman. Styrkurinn nemur aldrei meira en 50% af efniskostnaði.
Lesa má um úthlutunarreglur hér.