Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Nýtingarleyfi á jarðhita í Kaldárholti á tilgreindu svæði í Rangárþingi ytra

Nýtingarleyfi á jarðhita í Kaldárholti á tilgreindu svæði í Rangárþingi ytra

8 júní 2023
Nýtingarleyfi á jarðhita í Kaldárholti á tilgreindu svæði í Rangárþingi ytra

Orkustofnun hefur veitt Veitum ohf. nýtingarleyfi á jarðhita í Kaldárholti, til 6. júní 2088, á tilgreindu svæði í Kaldárholti, Rangárþingi ytra.

Nálgast má nýtingarleyfið og fylgibréf leyfis á vef Orkustofnunar,OS-2023-L011-01

Ákvarðanir Orkustofnunar er lúta að veitingu, endurskoðun og afturköllun leyfa samkvæmt lögum um eignarétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, nr. 73/1990, sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, samkvæmt 6. gr. laganna. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæruna fer samkvæmt lögum um úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála, nr. 130/2011. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. laga, nr. 130/2011, skal kæra til úrskurðarnefndar borin fram innan eins mánaðar frá því að kæranda varð kunnugt eða mátti vera kunnugt um ákvörðunina.