Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Halla Hrund Logadóttir er nýr orkumálastjóri

Halla Hrund Logadóttir er nýr orkumálastjóri

19 apríl 2021
Halla Hrund Logadóttir er nýr orkumálastjóri

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur skipað Höllu Hrund Logadóttur í embætti orkumálastjóra frá og með 19. júní 2021.

Halla Hrund er með BA gráðu í stjórnmálafræði, meistaragráðu í alþjóðasamvinnu með áherslu á og orkumál og meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Harvard Háskóla með áherslu á umhverfis- og orkumál. Halla Hrund hefur starfað frá árinu 2017 sem meðstofnandi og framkvæmdastjóri við miðstöð norðurslóða, Arctic Initiative, við Harvard háskóla sem beinir sjónum m.a. að áhrifum loftslagsmála, og kennir jafnframt á meistarastigi við sömu stofnun. Frá árinu 2019 hefur hún meðstýrt kortlagningu breytingaþátta Norðurslóða, m.a. orkumála, á vettvangi World Economic Forum. Halla Hrund hefur frá árinu 2015 starfað sem stofnandi og formaður Arctic Innovation Lab og starfað sem leiðbeinandi í ýmsum orkutengdum nýsköpunarhröðlum.

Hún hefur setið í stjórn Orkusjóðs frá árinu 2015 og sama ár hóf hún störf sem stundakennari við Háskólann í Reykjavík þar sem hún kennir námskeið um stefnumótun á sviði orkumála með áherslu á loftslagsmál. Halla Hrund var framkvæmdastjóri Iceland School of Energy við Háskólann í Reykjavík frá árinu 2013 fram til ársins 2016. Árin 2011 til 2013 var Halla Hrund forstöðumaður Alþjóðaþróunar við Háskólann í Reykjavík.

Alls bárust 15 umsóknir um embættið, en tvær voru dregnar til baka. Hæfnisnefnd mat fimm umsækjendur hæfasta til þess að gegna embættinu. Ráðherra boðaði í framhaldi viðkomandi fimm umsækjendur til viðtals og var það mat ráðherra að Halla Hrund væri hæfust umsækjenda til að stýra Orkustofnun til næstu fimm ára.