Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Norræna vetnisráðstefnan verður í Reykjavík

Norræna vetnisráðstefnan verður í Reykjavík

28 september 2023
Norræna vetnisráðstefnan verður í Reykjavík

Norræna vetnisráðstefnan, eða The Nordic Hydrogen Valleys Conference, verður haldin í Reykjavík dagana 4.-5. október á Fosshótel Reykjavík, Þórunnartúni 1. Vetni er lykilatriði í stefnumótandi framtíðarsýn orkumála Norðurlanda sem miðar að kolefnishlutleysi og því að verða sjálfbærasta landsvæði heims. Ráðstefnunni er ætlað að tengja saman vísindamenn og hagsmunaaðila frá Norðurlöndum og er hluti af Nordic Hydrogen Valleys as Energy Hubs áætluninni sem miðar að eflingu vetnisorkuiðnaðar og draga fram möguleika vetnis til að verða kolefnislaus orkugjafi á Norðurlöndum með því að sýna lausnir í gegnum fimm verkefni sem þjóna allri virðiskeðju vetnisframleiðslu.

Norrænar orkurannsóknir bjóða öllum rannsakendum, frumkvöðlum, fjárfestum og stefnumótendum að taka þátt. 

Nánari upplýsingar

Skráning

Rétt er a benda aðilum á að tengjast nýjustu fréttum frá Nordic Energy Research (NER)  svo sem vegna nýrra útboða og fleira með áskrift að fréttabréfi  (sign up for newsletter) og með því að tengjast Linkedin