Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Vinna við nýja heimasíðu Umhverfis- og orkustofnunar er í gangi. Heimasíða Orkustofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.“

Fréttir
Lögfræðiálit vegna gjaldskrár flutnings

Lögfræðiálit vegna gjaldskrár flutnings

20 desember 2024
Lögfræðiálit vegna gjaldskrár flutnings

Raforkueftirlitið hefur óskað eftir lögfræðilegu minniblaði um mat á því hver aðkoma Raforkueftirlitsins eigi að vera í tengslum við uppgjör Landsnets hf. á aflgjaldi vegna innmötunar („innmötunargjald“) sem dæmt var ólögmætt af Hæstarétti í máli nr. 2/2024. Óskað var eftir mati á því hvort Raforkueftirlitið ætti að hafa aðkomu að uppgjöri og afgreiðslu gjaldsins. Ef niðurstaðan væri sú að Raforkueftirlitið ætti að hafa aðkomu að uppgjöri gjaldsins var óskað eftir greiningu á því hver sú aðkoma ætti að vera. Meðfylgjandi er minnisblað sem unnið var af Hvilft lögfræðistofu. Þar eru reifuð þau álitaefni sem uppi hafa verið vegna uppgjöf innmötunargjalds í samhengi við lögbundið eftirlitshlutverk Raforkueftirlitsins með starfsemi Landsnets og uppgjörs innmötunargjaldsins. 

 

Nánari upplýsingar um minnisblaðið má finna hér: Gjaldskrárbreytingar og ákvarðanir — Orkustofnun.