Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Lögfræðiálit vegna gjaldskrár flutnings

Lögfræðiálit vegna gjaldskrár flutnings

20 desember 2024
Lögfræðiálit vegna gjaldskrár flutnings

Raforkueftirlitið hefur óskað eftir lögfræðilegu minniblaði um mat á því hver aðkoma Raforkueftirlitsins eigi að vera í tengslum við uppgjör Landsnets hf. á aflgjaldi vegna innmötunar („innmötunargjald“) sem dæmt var ólögmætt af Hæstarétti í máli nr. 2/2024. Óskað var eftir mati á því hvort Raforkueftirlitið ætti að hafa aðkomu að uppgjöri og afgreiðslu gjaldsins. Ef niðurstaðan væri sú að Raforkueftirlitið ætti að hafa aðkomu að uppgjöri gjaldsins var óskað eftir greiningu á því hver sú aðkoma ætti að vera. Meðfylgjandi er minnisblað sem unnið var af Hvilft lögfræðistofu. Þar eru reifuð þau álitaefni sem uppi hafa verið vegna uppgjöf innmötunargjalds í samhengi við lögbundið eftirlitshlutverk Raforkueftirlitsins með starfsemi Landsnets og uppgjörs innmötunargjaldsins. 

 

Nánari upplýsingar um minnisblaðið má finna hér: Gjaldskrárbreytingar og ákvarðanir — Orkustofnun.