Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Mikilvægt að tryggja aðgengi að lágmarksbúnaði til neyðarhitaveitu strax

Mikilvægt að tryggja aðgengi að lágmarksbúnaði til neyðarhitaveitu strax

13 nóvember 2023
Mikilvægt að tryggja aðgengi að lágmarksbúnaði til neyðarhitaveitu strax

Almannavarnir og Orkustofnun unnu í sameiningu tillögur að aðgerðum í þágu húshitunar á Reykjanesi á neyðartímum og voru þær lagðar fyrir ríkisstjórn um helgina. Aðgerðirnar eru hugsaðar sem neyðarviðbrögð komi til þess að Svartsengisvirkjun verði óstarfhæf vegna jarðhræringa og eru unnar í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi í samráði við HS Orku og HS Veitur með aðkomu Verkís. Í tillögum að aðgerðum er horft til styrkveitinga til heimila sem þau gætu sótt og nýtt til kaupa á búnaði til húshitunar og svo innkaup og leigu á búnaði fyrir neyðarhitaveitu sem nýst gæti til að kynda húsnæði.

Þá er horft til tímabundinnar aukningar á eldsneytisnotkun sem þyrfti til að knýja neyðarbúnaðinn, kostnaði sem það myndi hafa í för með sér og hvernig megi tryggja að nægar eldsneytisbirgðir séu til í landinu. 

Ítrekað er í tillögunum að mikilvægt sé að tryggja aðgengi að lágmarksbúnaði strax til að geta tryggt húshitun á svæðinu tímabundið í neyð á meðan unnið yrði að varanlegri og umhverfisvænni lausnum með jarðhita. Áfram er unnið með tillögurnar á vettvangi ráðuneytis orkumála og ljóst að símat á aðstæðum skiptir máli fyrir útfærslu þeirra.