Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Stöðuskýrsla raforkueftirlits Orkustofnunar

Stöðuskýrsla raforkueftirlits Orkustofnunar

20 nóvember 2023
Stöðuskýrsla raforkueftirlits Orkustofnunar

Evrópsk samtök útgefanda upprunaábyrgða, AIB (Association of issuing bodies) stöðvuðu útflutning á íslenskum upprunaábyrgðum í apríl 2023 vegna gruns um tvítalningu (double counting). Banninu var aflétt í júní sama ár með því skilyrði að unnið yrði að úrbótaáætlun af hálfu Landsnets og Orkustofnun ynni að stöðuskýrslu, þar sem lagt yrði mat á tvöfalt tilkall (double claiming) til upprunaábyrgða, og afhenti síðar sama ár.

Stöðuskýrsluna má lesa hér Assessment of Potential Double Counting of Guarantees of Origin in Iceland

Tildrög athugunar

Áhyggjur af tvöföldu tilkalli eru að miklu leyti tilkomnar vegna stórnotenda sem gera tilkall til endurnýjanleika orkunnar sem notuð er í framleiðslu þeirra á meðan íslenskir raforkuframleiðendur flytja út meirihluta upprunaábyrgða sem þeir framleiða. Raforkueftirlit Orkustofnunar rannsakaði málið og komst að þeirri niðurstöðu að enginn stórnotenda hefur aflað upprunaábyrgða til að styðja þessar fullyrðingar, frá og með 2022, þrátt fyrir að í upplýsingagjöf stórnotenda og markaðsefni sé því haldið fram að þeir noti endurnýjanlega orku. Á hinn bóginn er það niðurstaða raforkueftirlitsins að slík upplýsingagjöf feli hvorki í sér brot á reglum AIB né löggjöf Evrópusambandsins um upprunaábyrgðir þar sem þær taka eingöngu til upplýsingagjafar raforkusala til neytenda um uppruna raforku, en ekki yfirlýsingar neytenda. Á Íslandi er þó kveðið á um í reglugerð 757/2012 að neytendur skuli byggja allar fullyrðingar um uppruna raforkunotkunar, á upplýstum uppruna raforkusala sínum. Orkustofnun fer þó ekki með eftirlitshlutverk gagnvart orkunotendum og hvorki reglugerð nr. 757/2012 né raforkulög nr. 65/2003 hafa að geyma valdheimildir til eftirlits eða þvingunarúrræða gagnvart orkunotendum vegna þessarar upplýsingaskyldu. Stórnotendurnir eru því brotlegir við reglugerð 757/2012 en ekki reglur AIB né reglur ESB.

Niðurstaða og framfylgni

Kveðið er á um yfirlýsingu (disclosure) og bann við tvítalningu (double counting) í reglum evrópska upprunavottunarkerfisins (EECS) en af greiningu raforkueftirlits Orkustofnunar er ekkert sem bendir til þess að tvítalning eigi sér stað á Íslandi. Enn fremur er upplýsingagjöf um uppruna á Íslandi í samræmi við EECS-reglur. Á hinn bóginn er tvöfalt tilkall hvorki skilgreint í reglunum né sérstaklega bannað og það tvöfalda tilkall sem á sér stað á Íslandi felur ekki í sér brot á umræddum reglum eða er um að ræða brotalöm í löggjöf eða framfylgd þeirra hér á landi.

Niðurstaða raforkueftirlits Orkustofnunar var sú að Ísland uppfyllti allar kröfur upprunaábyrgðarkerfisins og jafnframt að Ísland hefði með fullnægjandi hætti innleitt að löggjöf Evrópusambandsins um upprunaábyrgðir og þannig uppfyllt skuldbindingar samkvæmt EES – samningnum. Eftirlit og framfylgni laga um upprunaábyrgðir hér á landi er með sambærilegum hætti og í öðrum EES-ríkjum.

Assessment of Potential Double Counting of Guarantees of Origin in Iceland