Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Leyfi til leitar að jarðhita á hafsbotni utan netlaga

Leyfi til leitar að jarðhita á hafsbotni utan netlaga

8 desember 2022
Leyfi til leitar að jarðhita á hafsbotni utan netlaga

Orkustofnun hefur veitt North Tech Energy ehf. leyfi til leitar að jarðhita á tveimur rannsóknarsvæðum utan netlaga, við Reykjaneshrygg og út af Norðurlandi, með vísan til 2. gr. laga um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, nr. 73/1990 (hafsbotnslög).

Nálgast má leitarleyfið og fylgibréf leyfis á vef Orkustofnunar, sjá  OS-2022-L021-01

Ákvarðanir Orkustofnunar er lúta að veitingu leyfa skv. hafsbotnslaga sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sbr. 1. mgr. 6. gr. laganna. Skal kæra borin fram innan eins mánaðar frá því kæranda varð kunnugt eða mátti vera kunnugt um ákvörðunina. Um aðild, málsmeðferð og annað er varðar kæruna fer samkvæmt lögum um úrskurðarnefndina, nr. 130/2011.