Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Leyfð arðsemi í flutningi og dreifingu

Leyfð arðsemi í flutningi og dreifingu

27 maí 2024
Leyfð arðsemi í flutningi og dreifingu

Raforkueftirlit Orkustofnunar (ROE) hefur birt ákvörðun um leyfða arðsemi eigna flutnings og dreifingar raforku fyrir árið 2025. Arðsemin byggir á vegnum meðalkostnaði eigin fjár (WACC). Þessi mælikvarði er notaður til að ákvarða leyfða arðsemi eigna í tekjumörkum sem dreifiveitur og flutningsfyrirtæki nýta við gerð gjaldskrár. Tekjumörkin ná yfir arðsemi eigna, ásamt rekstrarkostnaði og afskriftir. 

 

ROE hefur samtímis til samanburðar tekið saman leyfða arðsemi eigna í Svíþjóð og Noregi. Ísland og Svíþjóð notast við raunávöxtun en hin Norðurlöndin nafnávöxtun. Eftirfarandi mynd sýnir samanburð á leyfðri arðsemi árið 2022. Leyfð arðsemi á Íslandi er reiknuð með áhættulausum verðtryggðum vöxtum ríkisskuldabréfa, skuldatryggingarálagi ríkis og orkufyrirtækja, ásamt stuðlum um fjármagnskostnað.

multi image

Raun WACC fyrir skatt á Íslandi, Svíþjóð og Noregi, 2022. Íslenska gildið sýnir leyfða arðsemi dreifiveitna af eignum. Norska raungildið er áætlað með nafnvöxtum og Fisher jöfnu.

Í samanburði við Noreg og Svíþjóð hefur Ísland hærri leyfða arðsemi eigna fyrir árið 2022. Af því leiðir að íslensk raforkufyrirtæki standa frammi fyrir hærri vegnum fjármagnskostnaði (WACC). Stærsta ástæða þessa munar er hærra almennt vaxtastig á Íslandi. Næmnigreining sýnir að lækkun WACC um 3% myndi lækka kostnað í flutningi og dreifingu raforku um 10-20% eftir því hve stór eignastofn hvers fyrirtækis er í hlutfalli við annan kostnað.  

 

Nánari upplýsingar um útreikning á WACC og hvernig það er notað við ákvarðanatöku í flutningi og dreifingu, má finna á vefsíðu ROE á orkustofnun.is