Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Ársfundur Orkustofnunar 2024: Land náttúruauðlinda og áskoranir framtíðarinnar

Ársfundur Orkustofnunar 2024: Land náttúruauðlinda og áskoranir framtíðarinnar

7 október 2024
Ársfundur Orkustofnunar 2024: Land náttúruauðlinda og áskoranir framtíðarinnar

Á ársfundi Orkustofnunar sem haldinn var nýverið, kom fram í máli Höllu Hrundar Logadóttur orkumálastjóra að Ísland sé í einstakri stöðu þegar kemur að nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Hún lagði áherslu á að orkuauðlindir landsins hafi eflt efnahag og lífsgæði þjóðarinnar og stuðlað að nýsköpun og þróun sérþekkingar sem nýtist víða um heim. Hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa á Íslandi sé einstakt á heimsvísu og leggi grunninn að framtíðarorkustefnu landsins.

Orkustefna og framtíðaráherslur

Í ræðu sinni fjallaði Halla Hrund einnig um orkustefnu Íslands og mikilvægi rammaáætlunar. Hún nefndi að rammaáætlun tryggi jafnvægi milli nýtingar og verndunar náttúruauðlinda landsins, þar sem mörg stór verkefni í vatnsafli, jarðhita og vindorku eru til skoðunar. Í þessu samhengi benti hún á nauðsyn þess að taka upplýstar og vandaðar ákvarðanir til að tryggja að auðlindir landsins nýtist samfélaginu til lengri tíma litið.

Orkuöryggi og áskoranir

Einnig var fjallað um mikilvægi þess að efla orkuöryggi landsins í ljósi nýlegra áskorana, þar á meðal óveðra og lágs vatnsbúskapar í miðlunarlónum Landsvirkjunar. Halla minnti á að Orkustofnun vinnur nú að því að auka skilvirkni og uppfæra gögn til að tryggja betra aðgengi að upplýsingum og stuðla að traustara orkuöryggi.

Vindorka og ný tækifæri

Halla ræddi einnig um framtíðarhorfur vindorku á Íslandi, bæði á landi og sjó, og hvernig stjórnvöld skilgreina svæði fyrir vindorkuver. Hún taldi það mikilvægt að samvinna og sátt ríki meðal allra hagaðila, hvort sem um er að ræða sveitarfélög, náttúruverndarsamtök eða atvinnulífið. Þá séu miklar væntingar til þess að vindorka verði mikilvægur þáttur í framtíðarorkustefnu Íslands.

Samvinna og samfélagsleg sátt

Halla undirstrikaði einnig mikilvægi samvinnu og samfélagslegrar sáttar í tengslum við nýtingu og vernd auðlinda landsins. Hún hvatti til þess að ákvarðanir í auðlindamálum væru teknar á grundvelli gagna og upplýsinga, með heildarhagsmuni í huga.

Fundurinn var vel sóttur og boðið var upp á fjölbreyttar kynningar og umræður um orkumál, framtíðarsýn og áskoranir.

Glærur Höllu Hrundar má sjá hér.

Upptaka af fundinum er aðgengileg hér.