Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Kynningarfundur um orku-, umhverfis- og loftslagsáætlun Króatíu.

Kynningarfundur um orku-, umhverfis- og loftslagsáætlun Króatíu.

29 október 2021
Kynningarfundur um orku-, umhverfis- og loftslagsáætlun Króatíu.

Vef-kynningarfundur um orku-, umhverfis- og loftslagsáætlun Króatíu verður á vegum Uppbyggingarsjóðs EEA, 5. nóvember, kl. 9:30-13:00

Markmið með fundinum er að tengja saman mögulega umsækjendur frá Lýðveldinu Króatíu og Noregi, Íslandi og Liechtenstein.

Umsækjendur geta sótt um í eftirfarandi köll:

  • Aukin framleiðslugeta með sólarorku – verkefni til að auka orkuframleiðslu með sólarorku að upphæð 7,4 millj. EUR.
  • Orkuvinnsla úr sjó - verkefni sem styðja tilraunir og rannsóknir til að setja upp sjávarvarmadælur til hitunar og kælingar að upphæð 1,5 millj. EUR.
  • Verkefni á sviði jarðhita – verkefni sem styðja þróun hönnunar og tæknilausna fyrir jarðhitaverkefni að upphæð 3,0 millj. EUR. 

Hæfir umsækjendur eru opinberir eða einkaaðilar, stofnanir, samtök, frjáls félagasamtök, stofnuð sem lögaðilar í Króatíu, en gjaldgeng samstarfssamtök geta verið stofnuð bæði í Króatíu eða Noregi, Íslandi og Liechtenstein.

Verkefnin sem fjármögnuð eru innan útboðsins eru studd af Uppbyggingarsjóði EES og stuðningur getur verið allt að 85% af fjárhæð verkefna. 

Skráning á vef-fundinn þarf að gerast fyrir 3. nóvember n.k. sjá nánar hér.

Dagskrá fundarins má sjá hér.

Nánari upplýsingar um útboðin má sjá hér.

Frekari upplýsingar má fá frá stjórnenda verkefnisins energija@mrrfeu.hr.

Almennar upplýsingar um verkefnið má sjá hér