Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Kynningarfundur um möguleika á samstarfi í uppbyggingu hitaveitna og endurnýjanlegrar orku í Póllandi

Kynningarfundur um möguleika á samstarfi í uppbyggingu hitaveitna og endurnýjanlegrar orku í Póllandi

20 september 2023
Kynningarfundur um möguleika á samstarfi í uppbyggingu hitaveitna og endurnýjanlegrar orku í Póllandi

Kynningarfundur um möguleika á samstarfi í uppbyggingu hitaveitna og endurnýjanlegrar orku i Póllandi, verður 26. september, kl. 8:30-15:30,  á hótel Reykjavik Natura, sjá dagskrá neðar á síðunni.

Von er á um 30 aðilum frá Póllandi, þar á meðal frá fjölmörgum pólskum sveitarfélögum og svo einnig fyrirtækjum, og munu þau kynna sína starfsemi, en einnig munu mörg fyrirtæki á Íslandi kynna sína starfsemi.

Fundurinn er liður í uppbyggingar- og þjálfunarverkefni á jarðhita í Póllandi, sem unnið er að í samstarfi á milli Orkustofnunar á Íslandi og IGSMiE PAN í Póllandi, á vegum Uppbyggingarsjóðs EES. Verkefninu var formlega hleypt af stokkunum í febrúar 2021 og er það til apríl 2024.

 

Aukin hagkvæmni hitaveitna, orkuöryggi og dregið úr losun koltvísýrings

Markmið verkefnisins er að auka þekkingu helstu hagsmunaaðila í Póllandi á sviði nýtingar jarðhita, með áherslu á húshitun með endurnýjanlegum orkugjöfum, sem eykur  hagkvæmni og orkuöryggi og minnkar losun koltvísýrings sem er mikilvægt í baráttunni við loftslagsbreytingar.  

Tilgangur heimsóknarinnar frá Póllandi er einnig að efla tengsl á milli landanna á sviði jarðhita með kynningum, heimsókn til hitaveitna, afla upplýsinga og auka þekkingu á sviði  jarðhita. Tækifærið er nýtt til að efla samstarfsmöguleika á milli Póllands og Íslands á sviði jarðhita til að auka notkun og nýtingu jarðhita, auka orkuöryggi og draga úr mengun. Helstu áherslur verkefnisins eru að halda kynningar og þjálfunarverkefni í Póllandi, heimsóknir til Íslands og úttekt sérfræðinga á mögulegri uppbyggingu hitaveitna á völdum stöðum í Póllandi.

 

Mikill áhugi á samstarfi við Ísland í uppbyggingu hitaveitna og endurnýjanlegrar orku

Í apríl sl. var haldið fjölmennt þjálfunarnámskeið í Varsjá á vegum þessa verkefnis, með sérfræðingum frá Póllandi og Íslandi. Þar var fjallað um margvísleg atriði sem tengjast jarðhita, sem hjálpa til við að byggja upp frekari þekkingu meðal helstu hagsmunaaðila sem tengjast jarðhita í Póllandi. Á námskeiðinu kom fram mikill áhugi á auknu samstarfi við aðila á Íslandi.

 

Sérfræðingar frá Póllandi og Íslandi heimsóttu einnig borgir í Póllandi, sem hluti af  uppbyggingar- og þjálfunarverkefni í jarðhita á milli Íslands og Póllands, í  maí 2023. Í framhaldinu verða þróaðar tillögur af sérfræðingum og samstarfsaðilum innan KeyGeothermal verkefnisins í samvinnu við sérfræðinga viðkomandi borga.

Nánari upplýsingar um vefsíðu verkefnisins hér.