Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Kristján Geirsson tímabundið settur forstjóri Orkustofnunar

Kristján Geirsson tímabundið settur forstjóri Orkustofnunar

25 október 2024
Kristján Geirsson tímabundið settur forstjóri Orkustofnunar

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur sett Kristján Geirsson, sviðsstjóra Sjálfbærrar auðlindanýtingar hjá Orkustofnun, tímabundið til áramóta í embætti forstjóra Orkustofnunar.

Kristján tekur við embættinu af Höllu Hrund Logadóttur, sem farin er í tímabundið leyfi að eigin ósk, vegna framboðs til Alþingis. Ný Umhverfis- og orkustofnun tekur til starfa 1. janúar á næsta ári og hefur Gestur Pétursson, verið skipaður forstjóri hennar.

Kristján hefur verið staðgengill forstjóra Orkustofnunar frá því sumarið 2024, en hann hóf störf hjá Orkustofnun árið 2014 og hefur gegnt stöðu sviðsstjóra Sjálfbærrar auðlindanýtingar frá 2023. Kristján hefur starfað við stjórnsýslu umhverfis-, orku- og auðlindamála frá árinu 1995.

Kristján er með doktorsgráðu í jarðfræði með áherslu á bergfræði og steindafræði frá Université Pierre et Marie Curie 1993 og meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu (MPA) með áherslu á umhverfis- og auðlindarétt frá Háskóla Íslands 2016.