Þjálfunarnámskeið í Póllandi til að efla uppbyggingu og notkun jarðhita til húshitunar.
6 júlí 2022Þjálfunarnámskeið í Póllandi til að efla uppbyggingu og notkun jarðhita til húshitunar, sem eykur ávinning á sviði efnahags-, félags-, umhverfis- og loftslagsmála, var haldið í Póllandi 18. til 20. maí 2022.
Námskeiðið er einn liður í uppbyggingar- og þjálfunarverkefni á jarðhita í Póllandi, sem unnið er að í samstarfi á milli Orkustofnunar á Íslandi og IGSMiE PAN í Póllandi, á vegum Uppbyggingarsjóðs EES. Verkefninu var formlega hleypt af stokkunum 9. febrúar 2021.
Markmið verkefnisins er aukið orkuöryggi, hagkvæmni og minnka losum koltvísýrings
Markmið verkefnisins er að byggja upp þekkingu helstu hagsmunaaðila í Póllandi á sviði nýtingar jarðhita, með áherslu á húshitun með endurnýjanlegum orkugjöfum sem, eykur orkuöryggi , hagkvæmni, og dregur úr mengun og losun koltvísýrings sem er mikilvægt í baráttunni við loftslagsbreytingar.
Helstu áherslur verkefnisins eru að halda kynningar og þjálfunarverkefni í Póllandi, námsheimsóknir til Íslands, úttekt sérfræðinga á mögulegri uppbyggingu hitaveitna á völdum stöðum í Póllandi og skýrslur, heimsóknir, upplýsingar og samskipti og ábendingar um það sem betur má gera í uppbyggingu hitaveitna í Póllandi.
Um er að ræða eitt af þremur fyrir fram skilgreindum verkefnum sem fjármagnað er af Uppbyggingarsjóði á Evrópska efnahagssvæðinu í áætluninni Umhverfi, orku- og loftslagsbreytingar 2014–2021. Verkefnið er útfært og unnið af Mineral Raw Materials Management and Energią PAN (IGSMiE PAN) og Orkustofnun. Verkefnið var kynnt í febrúar 2021 og stendur til 2024.
Mikill áhugi á námskeiðinu sem var fjölmennt
Á þjálfunarnámskeiðinu voru fyrirlestrar 18. og 19. maí 2022 í Varsjá og síðan voru tækniheimsóknir 20. maí, til hitaveitna í Mszczonów og í Wręcza. Unnið var að gerð námskeiðsins af sérfræðingum frá Póllandi og Íslandi. Þar var fjallað um margvísleg atriði sem tengist jarðhita og tengdum atriðum, sem hjálpa til við að byggja upp frekari þekkingu meðal helstu hagsmunaaðila sem tengjast jarðhitageiranum í Póllandi.
Fyrirlesarar voru sérfræðingar frá Orkustofnun, IGSMiE PAN, fulltrúar loftslags- og umhverfisráðuneytisins, NFOŚiGW og aðrir sérfræðingar frá Íslandi og Póllandi, sjá dagskrá. Dagskrá heimsókna til valinna staða var unnin í samvinnu við fulltrúa hinna heimsóttu bæja og fyrirtækja.
Meginviðfangsefni námskeiðsins voru meðal annars að kynnareynslu af jarðhitanotkun á Íslandi og í Póllandi, árangursríkverkefni og stefnur, fjármögnun og framkvæmd, opinber stjórnsýsla á sviði jarðvarma, umhverfis- og loftslagsávinningur af hitun með jarðvarma, jarðhitaverkfræði og auðlindir, nýting, umfjöllun um innviði og jarðhita- og orkuklasar og efnahags- og loftslagsatriði.
Námskeiðið var ætlað stjórnsýslu á ýmsum stigum, sveitarfélögum, rekstraraðilum, fjárfestum í framkvæmdum eða fyrirhuguðum hitaveitum og öðrum jarðvarmaverkefnum, fulltrúum opinberra aðila sem einkaaðila, neytendum, þjónustuaðilum, ráðgjöfum, rannsóknarstofnunum o.fl.
Mikill áhugi var á viðburðinum þar sem fullbókað var með 40 þátttakendum, en þeir sem ekki komust að í ár, eiga möguleika á að mæta á sams konar námskeiði á næsta ári.
Mikill áhugi var meðal pólskra þátttakenda á notkun jarðhita, bæði á tækni- og stjórnunarstigi. Umræðurnar og efni sýndu að áhugi og þekking á jarðhita hefur aukist mikið á undanförnum árum í Póllandi og gefur góð fyrirheit um frekari þróun og nýtingu jarðhita þar í landi.
Á viðburðinum var mikill áhugi á efni fyrirlestranna og voru fróðlegar og uppbyggilegar umræður um frekara starf á þessu sviði. Jafnframt kom fram mikill áhugi á frekara samstarfi Póllands og Íslands í jarðhitatengdri starfsemi.
Heimsókn aðila frá Póllandi til Íslands er fyrirhuguð í haust
Einnig er fyrirhuguð námsheimsókn aðila frá Póllandi frá hitaveitum, bæjum og borgum til Íslands í haust og aftur árið 2023, þar sem fulltrúar pólskra opinberra fyrirtækja og einkafyrirtækja, sveitarfélaga o.fl. mæta. Tilgangurinn er að heimsækja hitaveitur, afla upplýsinga, og auka þekkingu og samstarfstækifæri milli Pólland og Ísland til að bæta jarðhitanotkun, orkuöryggi og draga úr loftslagsbreytingum. Að loknu fræðslustarfi fengu allir þátttakendur vottorð um þátttöku í námskeiðinu.
Heimsóknir til hitaveitna og fyrirtækja í Póllandi
Hluti af námskeiðinu voru heimsóknir þátttakenda þann 20. maí til valdra hitaveitna Mszczonów IG-1 sem rekin er af Geotermia Mazowiecka S.A., og Termy Mszczonów. Einnig var farið í Deepspot köfunarmiðstöðina sem er ein dýpsta aðstaða af þessari gerð í heiminum en þar er hægt að kafa niður á 45,5 m. dýpi.
Heimsóknirnar hófust á mjög áhugaverðum fundi með borgarstjóra Mszczonów, aðstoðarborgarstjóra Sochaczew, þar sem fjárfesting sem miðar að því að samþætta jarðhita í húshitunarkerfi sveitarfélaga er í framkvæmd, með forstjóra Geotermia Mazowiecka S.A.
Mikilvægur þáttur í heimsókninni var einnig fyrirlestur Dr. Katarzyna Kurek um áhrif nýtingar jarðhitaauðlinda á efnahagsþróun sveitarfélaga og frumkvöðlastarfs á staðnum. Í skoðunarferð um önnur mannvirki og aðstöðu sem nefnd var komu fulltrúar þeirra með mikið af mjög áhugaverðum upplýsingum og skýringum.
Einnig var farið í heimsókn í Suntago-garðinn í Póllandi í Wręcza, sem er einn allra stærsti sund- og vatnsgarður í Evrópu þar sem er fjöldi pálmatrjáa og suðræns gróðurs, en garðurinn er m.a. hitaður með jarðvarma. Skoðuð voru umfangsmikil dælu-, hitastillinga, hreinsi- og stjórntæki garðsins, sem getur annað allt að 15.000 gestum á dag og kostaði rúmar 20 milljarða isk. í byggingu.
Ánægja og áhugi þátttakenda
Almenn ánægja og áhugi var með námskeiðið hjá þátttakendum, sem og hjá fulltrúum þeirra stofnana sem sjá um umhverfis- orku- og loftslagsáætlunina í Póllandi, sem um leið er hvatning til frekari verkefna á þessu sviði.
Mikill ávinningur var af söfnun ýmissa upplýsinga um umhverfis- og jarðhitamál og af skoðanaskiptum og reynslu sem fram kom hjá fyrirlesurum og frá tækniheimsóknum. Framkvæmd námskeiðsins og verkefnisins treystir og byggir upp frekara samstarf og tengsl á milli Póllands og Íslands á sviði jarðhita.
Samstarfsaðilar verkefnisins vilja þakka öllum aðilum og stofnunum fyrir samstarfið og framlag þeirra við gerð fræðsluefnis, kennsluefnis, skipulagningu og framkvæmd fyrirlestra, tækniheimsóknir, hvers kyns aðstoð, áhuga og góð og ánægjuleg samskipti á námskeiðinu í Póllandi dagana 18.-20. maí 2022. Verkefnið er hluti af EES-verkefninu „Uppbyggingar- og þjálfunarverkefni í jarðhita á milli Íslands og Póllands, á vegum Uppbyggingarsjóðs EES, í Póllandi.“ Þakkir eru einnig til þátttakenda. Árangursríkt þjálfunarnámskeið er árangur góðrar samvinnu Póllands og Íslands og eykur möguleika á frekara samstarfi. Nánari upplýsingar á vefsíðu verkefnisins má sjá hér.
Myndir: Aleksandra Kasztelewicz og Baldur Pétursson
Nánari upplýsingar um verkefnið:
Beata Kępińska, IGSMiE PAN, verkefnastjóri, netfang: bkepinska@interia.pl
Aleksandra Kasztelewicz, IGSMiE PAN, netfang: castellewicz@meeri.pl
Baldur Pétursson, Orkustofnun, verkefnastjóri, netfang: bp@os.is