Ingi Jóhannes Erlingsson hefur verið ráðinn í starf fjármála- og rekstrarstjóra hjá Orkustofnun
23 nóvember 2022![Ingi Jóhannes Erlingsson hefur verið ráðinn í starf fjármála- og rekstrarstjóra hjá Orkustofnun](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fimages.prismic.io%2Fneasite%2F6b05fae6-7a6a-4136-a0a2-fb1a269c04d9_ingi.jpg%3Fauto%3Dcompress%2Cformat&w=1536&q=75)
Ingi Jóhannes Erlingsson hefur verið ráðinn í starf fjármála- og rekstrarstjóra hjá Orkustofnun.
Ingi hefur umfangsmikla reynslu af fjármálum, rekstri og stjórnun. Á árunum 2013-2018 var hann deildarstjóri fjárreiðudeildar hjá Isavia og frá árinu 2019 hefur hann verið sviðsstjóri fjármála- og þjónustu hjá Nýja Landspítalanum. Hann starfaði á árum áður sem forstöðumaður fjár- og áhættustýringar hjá Orkuveitu Reykjavíkur og gegndi þar einnig starfi framkvæmdastjóra fjármála. Þá hefur hann einnig gegnt ýmsum sérfræði og ráðgjafastörfum á sviði fjármála og fjárfestinga.
Ingi er með M.Acc gráðu í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla íslands, meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum (MIBS) frá University of South Carolina og cand.oecon gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Ingi mun hefja störf í byrjun desember.
Við bjóðum Inga hjartanlega velkominn í hópinn.