Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Þekkingarmiðlun og eldsumbrot: Rúmenskir sérfræðingar á IGC 2024

Þekkingarmiðlun og eldsumbrot: Rúmenskir sérfræðingar á IGC 2024

2 júlí 2024
Þekkingarmiðlun og eldsumbrot: Rúmenskir sérfræðingar á IGC 2024

Í lok maí bauð Orkustofnun sjö sérfræðingum frá Rúmeníu til Íslands til að taka þátt í Icelandic Geothermal Conference (IGC 2024), á vegum Orkuklasans. Hópurinn naut stuðnings Uppbyggingarsjóðs EES til fararinnar, en sjóðurinn hefur það að markmiði að draga úr efnahagslegum og félagslegum mismun í Evrópu og efla tvíhliða tengsl milli EES ríkja og þátttökulanda.

Gestirnir fengu ekki aðeins að kynna sér nýjustu framfarir í jarðhitatækni, heldur urðu þeir einnig vitni að eldsumbrotum á Reykjanesskaga á meðan á heimsókn þeirra stóð. Ferðin heppnaðist í alla staði vel og voru þátttakendur mjög ánægðir með ráðstefnuna, vettvangsferðirnar og móttökurnar almennt.

multi image