Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Sérfræðingur í greiningu orkumarkaðar

Sérfræðingur í greiningu orkumarkaðar

15 mars 2024
Sérfræðingur í greiningu orkumarkaðar

Viltu taka þátt í mótun orkuumhverfis á Íslandi?

Orkustofnun leitar að öflugum greinanda með mikla færni í hagnýtingu gagnasafna ásamt færni til að greina og miðla gögnum á skýran og faglegan hátt. Um er að ræða stöðu sérfræðings í greiningu orkumarkaðar hjá Orkustofnun og heyrir starfsmaður undir deildarstjóra raforkueftirlits Orkustofnunar.

Um Orkustofnun

Orkustofnun starfar í þágu samfélagsins og í takt við orkustefnu Íslands. Hlutverk hennar er að skapa skýra umgjörð um orkumál, stuðla að nýsköpun og upplýstri umræðu og að veita stjórnvöldum faglega ráðgjöf í þágu almannaheilla.

Stefna Orkustofnunar er að byggja upp þekkingu á fagsviðum stofnunarinnar svo sem á sviðum orkuvinnslu, orkunýtingar og loftslagsmála, stunda skilvirka og gagnsæja stjórnsýslu, sem og sjálfstætt vandað eftirlit. Orkustofnun leggur áherslu á að vera framsýn, traust og skilvirk.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Eftirlit með og greiningar á samkeppnisstarfsemi raforkumarkaðar.
  • Þróun og innleiðing mælaborðs orkumála, og greiningar því tengdu
  • Uppbygging, samræming og viðhald gagnagrunna
  • Söfnun og hagnýting gagna við gerð spár um framtíðarþróun framboðs og eftirspurnar raforku
  • Gerð greininga fyrir raforkueftirlit og stjórnvöld og miðlun upplýsinga
  • Þátttaka í verkefnum um gerð orkuspár og rekstrarhermanir raforkukerfisins
  • Þátttaka í stjórnsýsluákvörðunum Orkustofnunar
  • Söfnun gagna vegna upplýsingaskyldu til utanaðkomandi aðila
  • Verkefni tengd netöryggismálum orkuinnviða og mótun stafrænnar vegferðar

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun á sviði verkfræði, tæknifræði, hagfræði eða skyldra greina
  • Færni í greiningu gagna og hagnýtingu gagnasafna
  • Hæfni til að miðla gögnum á myndrænu formi sem og í rituðu og töluðu máli
  • Góður skilningur á upplýsingasöfnun og gagnaskilum
  • Brennandi áhugi á þróun orkumála
  • Góð innsýn í orkugeirann er kostur
  • Reynsla af fjármálastarfsemi og nýtingu viðskiptagreindar er kostur
  • Gott vald á íslensku og ensku jafnt í ræðu og riti er skilyrði, kunnátta í norðurlandamáli er æskileg
  • Frumkvæði, sköpunargleði, drifkraftur, skilvirkni, jákvæðni og metnaður
  • Góð samskipta- og samstarfshæfni
  • Áhugi á að vinna í og taka þátt í að móta lifandi og metnaðarfullt starfsumhverfi

Frekari upplýsingar um starfið

Umsókn skal fylgja ferilskrá og stutt bréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir áhuga og hæfni í starfið út frá hæfnikröfum auglýsingar.

Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis við viðkomandi stéttarfélag. Um er að ræða 100% starfshlutfall. Starf sérfræðings í greiningu orkumarkaðar er með starfsstöð í Reykjavík, nema um annað sé samið. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Orkustofnun stefnir að því að halda jöfnu kynjahlutfalli í starfsliði sínu. Öllum umsóknum verður svarað eftir að ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir eru gildar vegna starfa hjá stofnuninni í 6 mánuði frá birtingu þessarar auglýsingar.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 28.03.2024

Nánari upplýsingar veitir

Hanna Björg Konráðsdóttir, deildarstjóri raforkueftirlits, hbk@os.is

Ingi Jóhannes Erlingsson, fjármála- og rekstrarstjóri, ingi@os.is

Sækja um starf