Hanna Björg Konráðsdóttir tekur við sem deildarstjóri raforkueftirlits
11 apríl 2022Hanna Björg Konráðsdóttir tók nýverið við sem deildarstjóri raforkueftirlits Orkustofunnar. Hanna Björg hefur frá árinu 2018 verið lögfræðingur raforkueftirlits Orkustofnunar og meðal annars borið ábyrgð á eftirliti með framkvæmd raforkulaga og breytingum í laga- og reglugerðarumhverfi og tilskipunum EES á sviði orkumála. Áður sinnti hún fjölbreyttum verkefnum innan Orkustofnunar, s.s. sem lögfræðingur OS, verkefnastjóri innlendra og erlendra orku- og auðlindaverkefna hjá GEORG, Geothermal research cluster, og þar áður sem lögfræðingur verkefna Uppbyggingarsjóðs EFTA og sem rekstrarstjóri. Hanna Björg hefur sinnt kennslu við Háskólann á Bifröst, meðal annars á sviði evrópsks orkuréttar auðlinda, umhverfisréttar, auðlindaréttar og stjórnsýsluréttar. Þá hefur hún flutt ýmis erindi er tengjast lagaumgjörð orkugeirans. Hanna Björg er með meistarapróf í lögfræði og BS próf í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst og BS í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun, fjármál og markaðsfræði frá Háskólanum á Akureyri.