Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Halla Hrund Logadóttir tók við lyklum Orkustofnunar og hitti starfsmenn

Halla Hrund Logadóttir tók við lyklum Orkustofnunar og hitti starfsmenn

22 júní 2021
Halla Hrund Logadóttir tók við lyklum Orkustofnunar og hitti starfsmenn

Nýskipaður orkumálastjóri,  Halla Hrund Logadóttir, tók við lyklum Orkustofnunar og hitti starfsmenn hennar í byrjun vikunnar. 

Fráfarandi orkumálastjóri, Guðni A. Jóhannesson, afhenti Höllu Hrund lyklana ásamt plöntu að gjöf. Afhendingin fór fram með aðstoð fjarfundarbúnaðar þar sem Guðni var staddur erlendis.

Guðni þakkaði ánægjuleg og gefandi ár á stofnuninni og samstarf við starfsmenn og óskaði Höllu Hrund og starfseminni farsældar. Halla Hrund þakkaði Guðna kærlega fyrir velfarnaðaróskirnar og fyrir að hafa staðið vaktina í yfir áratug.

Halla sagði í erindi til starfsmanna að í embætti orkumálastjóra myndi hún byggja á gildum þess að fara vel með og bera virðingu fyrir auðlindunum Íslands og vera framsýn í því að horfa til nýrrar þekkingar, ekki síst í samhengi við loftslagsmál. Hún legði áherslu á samvinnu í embættinu og hlakkaði til að hitta sem flesta lykilaðila á næstu vikum og mánuðum.  Að lokum sagðist Halla hlakka mikið til samstarfs við starfsfólk Orkustofnunar, sem byggi yfir mikilli reynslu og þekkingu á þeim mikilvæga málaflokki sem orkumálin væru fyrir alla þjóðina.

Nánari upplýsingar um menntun og starfsferil Höllu má sjá hér.