Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Grænir styrkir - 23. mars á Grand hótel

Grænir styrkir - 23. mars á Grand hótel

9 mars 2023
Grænir styrkir - 23. mars á Grand hótel

Kynning á grænum styrkjum og styrkjamót
Grænir Styrkir, tækifæri, samstarf og stuðningur vegna verkefna á sviði umhverfis-, loftslags- og orkumála verður haldinn 23. mars næstkomandi á Grand Hotel. Þar verða þeir styrkir sem íslenskum fyrirtækjum, sveitarfélögum og félagasamtökum stendur til boða til að efla græna vegferð kynntir áhugasömum. Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra mun setja viðburðinn og verður þar í góðum félagsskap Orkumálastjóra og fleiri skemmtilegra aðila.

Viðburðurinn hentar þeim sem vilja kynna sér alla þá styrki sem eru í boði fyrir loftslagsvæn verkefni. Að kynningum loknum hefst styrkjamót en þar má panta fundi með sérfræðingum úr stuðningsumhverfinu og ræða ákveðna styrki eða mögulegt samstarf í korter í senn.

Viðburðurinn er haldinn af Grænvangi, RANNÍS, Festu, Orkustofnun og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti.

Nánar um dagskrá og skráning: Grænir styrkir - Um Græna styrki (b2match.io)

DAGSKRÁ

Fundarstjóri: Anna Margrét Kornelíusdóttir, Íslensk nýorka

08:30 Húsið opnar

09:00 Ávarp frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra

09:20 Erindi aðstandenda viðburðar og örerindi styrkþega

  • Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri
  • Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður Rannís
  • Nótt Thorberg, forstöðumaður Grænvangs
  • Harpa Júlíusdóttir, verkefnastjóri, Festa
  • E1 - Hafrún Þorvaldsdóttir
  • Laki Power - Ósvaldur Knudsen
  • Gerosion - Kristján Friðrik Alexandersson

10.30 Kaffi

11:00 Kynningar á erlendum sjóðum

  • Horizon Europe - Kolbrún Bjargmundsdóttir, Rannís
  • Innovation Fund og Clean Energy Transition - Sigurður Björnsson, Rannís
  • LIFE - Gyða Einarsdóttir, Rannís
  • Enterprise Europe Network (EEN) - Katrín Jónsdóttir, Rannís
  • Uppbyggingarsjóður EES - Kolfinna Tómasdóttir, Rannís
  • Norðurslóðaáætlunin (NPA) - Reinhard Reynisson, Byggðastofnun

    13:00 Örerindi styrkþega og kynningar á fleiri sjóðum
  • Sidewind - María Kristín Þrastardóttir
  • Carbfix - Ragna Björk Bragadóttir
  • Nefco - Søren Berg Rasmussen
  • Orkusjóður - Sigurður Ingi Friðleifsson, Orkustofnun
  • Askur, mannvirkjarannsóknasjóður - Hrafnhildur Sif Hrafsndóttir, HMS
  • Innlendir sjóðir hjá Rannís - Kristín Hermannsdóttir, Rannís
  • Umsóknaskrif og þjónusta við umsækjendur - Rannís

14.30 Stefnumót hefjast. 15 mínútna fundir fara fram í 1,5 klst.

16:00 Skál fyrir styrkjum