Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Fulltrúi Íslands formaður Norrænna orkurannsókna 2023

Fulltrúi Íslands formaður Norrænna orkurannsókna 2023

31 desember 2022
Fulltrúi Íslands formaður Norrænna orkurannsókna 2023

Árið 2023 verða orkumál ofarlega á dagskrá með nýjum áskorunum og tækifærum

Árið 2023 tekur fulltrúi Íslands við formennsku ístjórn Norrænu orkurannsókna, en það er Baldur Pétursson, verkefnastjóri alþjóðlegra verkefna hjáOrkustofnun. Hann tekur við formennskunni afRune Volla, framkvæmdastjóra orkurannsókna hjáRannsóknaráði Noregs. Sigurður Elías Hjaltason, sérfræðingur í gagnagrunnum hjá Orkustofnun, er varamaður í stjórn NER.

Baldur segir að áherslur Íslands í starfi formennsku innan Norrænna orkurannsókna, taki mið af fyrri störfum reyndra norrænna kollega sem gegnt hafa formennsku á undan honum. Á sama tíma verður ánægjulegt að vinna með frábæru fólki í stjórn og skrifstofu Norrænna orkurannsókna. Haldið verður áfram fyrri stefnumörkun og áherslum stofnunarinnar um sjálfbærni, aðlögun og framþróun í norrænu samstarfi á grundvelliframtíðarsýnar Norrænu ráðherranefndarinnarog í samstarfi við norrænu embættismannanefndina um orkumál. Til viðbótar koma svo áherslur íformennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2023,með áherslu á græn orkuskipti, endurnýjanlega orku, orkuöryggi, viðbrögð gegn loftslagsbreytingum og föngun og geymslu kolefnis.Slík áhersla er einnig m.a. í samræmi við starf og áherslur umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis og Orkustofnunar.

Mikilvægar áherslur árið 2023

Baldur leggur áherslu á að Norrænar orkurannsóknir byggi á framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar um að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030. Þar eru m.a. áhersla á græn orkuskipti, kolefnishlutleysi, sjálfbærni og hringrásarhugsun, þekking og nýsköpun og alþjóðlegt samstarf.

„Með því að auka þekkingargrundvöll þeirra sem vinna við stefnumótum á sviði orkumála og orkugeirans geta Norrænar orkurannsóknir aðstoða við farsæl græn orkuskipti og lausnir á sviði loftslagsmála og orkuöryggis.  Árið 2023 eru nú þegar nokkur rannsóknarverkefni, greiningar og útgáfur í vinnslu, sem kynntar verða síðar, sjá vef Nordic Energy Research,“ segir Baldur.

Hann nefndi meðal annars fjögur svið sem lögð er áhersla á:

  • Vetni – lögð er áhersla á að hrinda af stað nýjum rannsóknarverkefnum þar sem skoðuð er þróun á norrænum vetnismódelum og þróun sameiginlegs þekkingargrunns ásamt því að greina ný viðskiptatilfelli fyrir Norðurlöndin. Auglýst eftir tillögum: Sameiginleg norræn vetnisrannsóknaáætlun
  • Eldsneyti til flutninga á sjó – sem er rannsóknarsamstarf um þróun virðiskeðja fyrir ammoníak og annað rafrænt eldsneyti, þar sem eldsneyti skiptir miklu máli fyrir Norðurlöndin, sem saman skipa stærsta skipaflota heims. Öll Norðurlöndin eru staðsett við hafið og Norðurlöndin hafa mikla möguleika á að leiða græn umskipti í siglingageiranum. Kallað eftir tillögum: Norrænar rannsóknir á sjóflutningum og orkumálum (2021–2023)
  • Doktorsnám og hreyfanleiki rannsókna – skiptinám og nánara samstarf milli rannsóknarumhverfisins á Norðurlöndum er afar mikilvæg leið sem oft hefur langvarandi áhrif á bæði traust og frekara samstarf á Norðurlöndum. Doktorsverkefni Norðurlanda eða Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna um hreyfanleika vísindamanna
  • The Clean Energy Transition Partnership - the CETPartnership er fjölþjóðlegt frumkvæði að sameiginlegri áætlun um rannsóknir, tækniþróun og nýsköpun (RTDI) til að efla og flýta fyrir hreinum orkuskiptum sem byggja á svæðisbundnum og innlendum RTDI fjármögnunaráætlunum. Norrænar orkurannsóknir hafa umsjón með útboðum verkefna og einnig með matsferlinu.

„Einnig er fyrirhuguð ráðstefna um orku- og loftslagsmál í október á Íslandi, í samstarfi og tengslum við fund norrænna orkumálaráðherra. Á sama tíma munu Norrænar orkurannsóknir einnig halda áfram að einbeita sér að öflugri kynningu á öðrum skýrslum og verkefnum um orkumarkaðinn og vekja athygli á starfinu með fundum á netinu, myndböndum og auknum kynningum til fleiri aðila, háskóla, atvinnugreina og alþjóðlega, með svæðisbundnum viðburðum," segir Baldur.

Að vera fyrirmynd fyrir Evrópu og umheiminn

Baldur hefur setið í stjórn Norrænna orkurannsókna um nokkurra ára skeið og tekið þátt í ýmsu öðru norrænu og alþjóðlegu samstarfi í langan tíma. Með slíka yfirsýn og reynslu hefur hann dýrmæta innsýn í styrkleika Norrænna orkurannsókna og tækifæri til úrbóta.

„Áherslur Norrænna orkurannsókna byggjast á fyrri stefnumótun sem gerir Norðurlöndum kleift að nýta sér rannsóknirnar eins mikið og kostur er og vera fyrirmynd Evrópu og umheimsins. Norrænar orkurannsóknir hafa ýmsa styrkleika sem hægt er að byggja á og hafa fest sig í sessi við samhæfingu og uppbyggingu milli stofnana norrænu ríkjanna sem fjármagna rannsóknir og innan ESB/EES. Vegna þessa hefur einnig verið samstarf við Rannís hér á landi. Brýnt er að Norrænar orkurannsóknir gegni mikilvægu hlutverki sem norrænn rannsókna- og stefnumótunaraðili með mikilvægum möguleikum á samstarfi við evrópska rannsóknarmöguleika," segir Baldur.

Í tengslum við að efla starfið enn frekar eru mismunandi aðferðir nýttar útskýrir Baldur: „Í fyrsta lagi er horft til innri styrkleika og veikleika til að efla starfið, en aðallega þurfum við að grípa utanaðkomandi tækifæri og forðast utanaðkomandi ógnir. Sem dæmi má nefna að Norrænar orkurannsóknir munu áfram beina sjónum að rekstrartækifærum og vönduðum vinnubrögðum og öryggi, sem gegna mikilvægu hlutverki við verkefni okkar og markmið." segir Baldur.  Með þetta í huga er að hans mati mörg áhugaverð og mikilvæg verkefni framundan á árinu 2023.

„Við innan Norrænna orkurannsókna vinnum stöðugt að því að aðlaga áherslur okkar að þeim áskorunum sem upp kunna að koma á Norðurlöndum, þar sem samstarf á sviði orkumála getur haft áhrif. Heimurinn stendur frammi fyrir mismunandi kreppum, allt frá loftslagi til orku, sem kallar ekki aðeins á markviss viðbrögð, heldur einnig langvarandi og sjálfbærar lausnir. Norðurlöndin búa yfir mikilli reynslu og góðum starfsvenjum til að miðla öðrum löndum til að læra af og útfæra græn orkuskipti, orkuöryggi og draga úr loftslagsbreytingum. Norrænt orkurannsóknasamstarf getur gegnt mikilvægu hlutverki í þróun norrænna orkulausna, sem um leið nýtist Evrópu og umheiminum." segir hann að lokum.