Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Framlenging á rannsóknarleyfi Esju

Framlenging á rannsóknarleyfi Esju

20 mars 2023

Orkustofnun hefur veitt Iceland Resources ehf. framlengingu á rannsóknarleyfi félagsins til leitar- og rannsókna á málmum, til 1. Júlí 2025, fyrir leyfissvæði nr. 14, Esja.

Nálgast má rannsóknarleyfið á vef Orkustofnunar, sjá https://orkustofnun.is/gogn/Utgefin-leyfi/OS-2004-L001-03.pdf

Ákvarðanir Orkustofnunar er lúta að veitingu, endurskoðun og afturköllun leyfa samkvæmt lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, nr. 57/1998, sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, samkvæmt 33. gr. laganna. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæruna fer samkvæmt lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, nr. 130/2011. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. laga, nr. 130/2011, skal kæra til úrskurðarnefndar borin fram innan eins mánaðar frá því að kæranda varð kunnugt eða mátti vera kunnugt um ákvörðunina.