Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Fjögur störf í boði hjá Orkustofnun

Fjögur störf í boði hjá Orkustofnun

29 ágúst 2022

Lögfræðingur á sviði orku og auðlindamála

Orkustofnun leitar að lögfræðingi með brennandi áhuga á sviði umhverfis-, auðlinda- og orkumála og haldgóða reynslu af stjórnsýslu til að hafa yfirsýn yfir lagalega umgjörð stofnunarinnar og nýta þekkingu sína til rýni, umsagna og álitsgerða. Um er að ræða krefjandi starf sem reynir á lögfræðilega kunnáttu og færni.

Hlutverk lögfræðingsins er að halda utan um lagalega umgjörð stjórnsýslumála og nýta sérfræðiþekkingu til stjórnsýsluákvarðana, rýni, umsagna, álitsgerða og annarra verkefna

Umsóknafrestur er til 12. september 2022

Nánar

Umsjónarmaður niðurgreiðslna og styrkja til umhverfisvænnar orkuöflunar

Orkustofnun leitar að sérfræðingi til að halda utan um niðurgreiðslur á rafhitun og verkefni sem lúta að fjölbreyttum leiðum til að draga úr rafhitunarþörf til húshitunar. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á málaflokknum, vera drífandi, geta miðlað upplýsingum innan stofnunar sem og utan og sýna frumkvæði er varðar tækifæri til úrbóta innan málaflokksins.

Starfið krefst góðra samskiptahæfileika og áhuga á að koma með virkum hætti að verkefnum sem snúa að möguleikum til umhverfisvænnar orkuöflunar og raforkuframleiðslu sem dregið geta úr raforkuþörf til hitunar.

Umsóknafrestur er til 12. september 2022

Nánar

Sérfræðingur í beinni nýtingu jarðhita og hitaveitum

Orkustofnun leitar að sérfræðingi með brennandi áhuga á hitaveitum og lífsgæðum landsmanna er tengjast beinni nýtingu jarðhita. Viðkomandi þarf að hafa góða innsýn í rekstur hitaveitna og sjálfbæra jarðhitanýtingu, vera drífandi, geta miðlað upplýsingum um málaflokkinn innan stofnunar og utan og sýnt frumkvæði er varðar tækifæri til úrbóta

Starfið felur í sér mikilvægt hlutverk í erlendum samskiptum og verkefnum á sviði stjórnsýslu og fræðslu um hitaveitur og jarðhita. Spennandi tækifæri til að hafa áhrif á orkuskipti og loftslagsmál í Evrópu og miðla íslensku hugviti í þeim efnum.

Umsóknafrestur er til 12. september 2022

Nánar

Fjármála og rekstrarstjóri

Orkustofnun leitar að öflugum stjórnanda með mikla færni á sviði fjármála og rekstrar til að leiða uppbyggingu og þróun á rekstri og innri þjónustu. Starfið krefst reynslu af mannaforráðum, færni í rekstrar og áætlanagerð, sem og af árangursríku umbótastarfi. Um er að ræða krefjandi uppbyggingarstarf hjá stofnun sem gegnir lykilhlutverki í sjálfbærri nýtingu orkuauðlinda, orkuskiptum og innleiðingu nýrrar orkutækni.

Hlutverk fjármála og rekstrarstjóra er að hafa yfirumsjón með fjármálum, rekstri og innri þjónustu hjá Orkustofnun, að leiða umbótastarf og stýra teymi starfsmanna sem hafa með höndum ýmis verkefni tengd viðfangsefnum einingarinnar.

Umsóknafrestur er til 21. september 2022

Nánar