Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Endurreiknuð raforkuspá

Endurreiknuð raforkuspá

3 apríl 2023
Endurreiknuð raforkuspá

Endurreikningur á raforkuspá (2020) er kominn út. Spáin er endurreiknuð árlega en stærri útgáfa kemur út á fimm ára fresti. Grunnspá segir til um væntanlega þróun í raforkunotkun miðað við fyrirliggjandi gögn. Ávallt er stuðst sömu aðferðafræði í grunnspá; ekki er tekin inn aukning hjá stórnotendum fyrr en að samningar liggja fyrir og er því sjónum að mestu beint að almennri raforkunotkun heimila og fyrirtækja. Hér má sjá nokkrar forsendur í grunnspá:

  • Árið 2030 er gert ráð fyrir að allir nýskráðir fólksbílar verði rafbílar og árið 2040 verði öll nýskráð ökutæki knúin raforku þ.á.m. vöru og hópferðabílar.
  • Hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í millilandaflugi verði 5% árið 2030 og 50% 2050. Jafnframt að 50% orku í innanlandsflugi árið 2036 sé endurnýjanleg.
  • Að endurnýjanlegir orkugjafir nái 50% hjá stærri skipum árið 2050 og árið 2040 hjá minni fiskveiðibátum, og 2035 í innanlandssiglingum.

Samhliða grunnspá er gefin út sviðsmyndin „háspá“ sem byggir að mestu á auknum aðgerðum í orkuskiptum. Í þessari sviðsmynd er m.a.:

  • Gert ráð fyrir að nýskráningahlutfall fólksbíla og sendibíla sé orðið 100% strax árið 2025.
  • Rafeldsneyti í fyrsta sinn tekið inn í útreikninga. Gert er ráð fyrir að jafn mikið magn rafeldsneytis sé framleitt innanlands og er notað hér á landi til ársins 2050.
  • Umtalsverð viðbótaraukning í raforkunotkun gagnavera og fiskeldis umfram grunnspá. 

Hér má lesa nýju raforkuspána Raforkuspá 2022-2050

Raforkuspáin á PDF  

Töflur úr spánni - excel-skjal