Endurnýjanleg raforka í Grímsey
6 október 2023Sólarorka og vindorka hefur verið nýtt í Grímsey frá árinu 2022 til að framleiða raforku. Ætlunin er að draga úr og að lokum hætta notkun dísilolíu.
Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig þessi tilraun hefur gengið til þessa. Vindorka er meiri að vetri til og sólarorka er meiri að sumri til.
Fyrstu átta mánuði ársins 2023 voru 629 megavattstundir af raforku framleiddar í Grímsey, þar af voru um 6 með vindorku og 8 með sólarorku. Uppsett afl vindorku er 6 kW, sólarorku er 10 kW og dísil eldsneytis er 480 kW. Nýtingarhlutfall sólarorku á afli hefur verið nærri 13,5% fyrir sólarorku, 16,5% fyrir vindorku síðastliðna 12 mánuði. Í júní var nýtingarhlutfall sólarorkunnar 23%.
Gert er ráð fyrir að nýtingarhlutfall sólarorkunnar og vindorkunnar hækki eftir því sem meiri reynsla kemst á í rekstri þeirra. Eldsneytisvélarnar geta einnig gengið fyrir lífrænni dísilolíu sem gæti lækkað kolefnisfótsporið enn frekar.
Fleiri fréttir