Efnistökuleyfi Fláskarðskriki
20 mars 2023Orkustofnun hefur veitt Björgun ehf. efnistökuleyfi fyrir töku allt að 825.000 rúmmetrum efnis af hafsbotni utan netlaga við Fláskarðskrika við Syðra hraun í sunnanverðum Faxaflóa.
Nálgast má efnistökuleyfið og fylgibréf leyfis á vef Orkustofnunar, sjá https://orkustofnun.is/gogn/Utgefin-leyfi/OS-2023-L004-01.pdf
Ákvarðanir Orkustofnunar er lúta að veitingu, endurskoðun og afturköllun leyfa samkvæmt lögum um eignarétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, nr. 73/1990, sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, samkvæmt 6. gr. laganna. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæruna fer samkvæmt lögum um úrskurðarnefn umhverfis og auðlindamála, nr. 130/2011. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. laga, nr. 130/2011, skal kæra til úrskurðarnefndar borin fram innan eins mánaðar frá því að kæranda varð kunnugt eða mátti vera kunnugt um ákvörðunina.