Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Dr. Guðni Albert Jóhannesson jarðsunginn í dag

Dr. Guðni Albert Jóhannesson jarðsunginn í dag

16 febrúar 2023
Dr. Guðni Albert Jóhannesson jarðsunginn í dag

Í dag verður fyrrum orkumálastjóri, Dr. Guðni Albert Jóhannesson, borinn til grafar.


Guðni gegndi stöðu orkumálastjóra frá 2008 til ársins 2021, á tíma sem einkenndist annars vegar af alþjóðlegum áföllum bankahruns og veirusóttar, en hins vegar miklum uppgangi og umbótum orkuskipta, orkuþarfar, ferðaþjónustu og í afstöðu til loftslagsbreytinga þar sem ljós var þörf á uppbyggingu orkuinnviða hér á landi jafnt sem á alþjóðavettvangi. Á þessum tíma lauk jafnframt umbreytingu Orkustofnunar frá því að vera rannsókna-, mælinga- og framkvæmdastofnun yfir í stjórnsýslustofnun á sviði auðlindanýtingar og orkumála. Ásamt því að leiða stofnunina í þessum umbreytingartímum lagði Guðni áherslu á að tryggja raforkuöryggi landsmanna, efla flutningskerfi raforku, auka raforkuvinnslu, kynna kosti jarðhita víða um heim og leiddi alþjóðlegt starf á þeim vettvangi. Þá leiddi Guðni vinnu Orkustofnunar vegna olíuleitar á Drekasvæðinu sem leiddi af sér umfangsmestu rannsóknir sem gerðar hafa verið innan lögsögu Íslands.

Guðni var vísindamaður mikill, drifinn af framsýni í tækniþróun og hugviti á sviði orkumála og auðlindanýtingar. Hann var skarpur greinandi og tók virkan þátt í úrlausnum á hinum fjölbreyttu og flóknu viðfangsefnum og verkefnum Orkustofnunar.

Orkustofnun sendir fjölskyldu Guðna sínar samúðarkveðjur, með þakklæti fyrir þjónustu hans við land og þjóð.