Brýnt að uppfæra og samræma regluverk um auðlindanýtingu
15 júní 2023Vaxandi ásókn í vinnslu og nýtingu jarðefna hér á landi má merkja hjá bæði innlendum og erlendum aðilum sem kallar á endurskoðun á lagaumgjörð efnistöku innan netlaga.
Lög sem gilda um nýtingu auðlinda í jörðu eru komin til ára sinna og taka á engan hátt til jafn umfangsmikillar efnistöku og nú eru áætlanir um. Helsta brotalöm núverandi lagaumgjarðar er að enginn einn aðili hefur yfirsýn eða fer með eftirlit varðandi framkvæmd efnistöku innan netlaga.
Í nýjasta greiningarmola Orkustofnunar er meðal annars farið yfir söguna, núverandi lagaramma og tillögur gerðar að úrbótum.
Fleiri fréttir