Bætt framsetning borholugagna
15 janúar 2024
Átak hefur verið unnið í að bæta framsetningu borholugagna á heimasíðu Orkustofnunar. Hægt er að nálgast borholugögnin á heimasíðu Orkustofnunar www.os.is og á kortasjá Orkustofnunar www.map.is/os .
Þær upplýsingar sem tengjast borholunni hafa verið flokkaðar saman og því er mun auðveldara að finna það sem skiptir máli fyrir hvern og einn. Dæmi:

Fyrst eru almennar upplýsingar um holuna, þá staðsetning holunnar, lýsing á borholunni og að lokum viðbótarupplýsingar. Í lýsingunni á borholunni voru víddir og fóðringar gerðar skýrari þannig að heildarskráningþeirraí grunnum Orkustofnunar séu sýnileg. Öll skjöl sem hafa verið tengd við borholuna eru einnig aðgengileg.

Þá var einnig unnið í að birta mælingar á skýran og greinargóðan máta. Þannig er hægt að sækja allar mælingar sem Excel skjal, en einnig er hægt að skoða þær með því að styðja á hnappinn

Þá birtist síða með mælingunum og línuritum. Dæmi:

Línuritið er gagnvirkt, þannig að það er hægt að lesa einstök gildi og þysja inn og út.
Mikil vinna er þó eftir við að ljúka skráningu á þeim gögnum sem eru innan Orkustofnunar og einnig þurfum við aðstoð við að bæta þau gögn sem til eru. Allar ábendingar um ný gögn eða galla í skráningu eru vel þegnar. Hægt er að senda athugasemdir til borholur@os.is.
API aðgangur að gögnum Orkustofnunar
Nú er kominn API aðgangur að gögnum Orkustofnunar á docs.orkustofnun.is. Þar er hægt að sækja á rafrænan máta töluvert af gögnum Orkustofnunar. Misjafnt er hversu oft þessi gögn eru að breytast, sum breytast nær daglega, en önnur gagnasöfn eru nánast ekkert að hreyfast. Á komandi misserum verður reynt að bæta við fleiri gagnasettum til að bæta enn þjónustu Orkustofnunar við fagaðila og aðra sem áhuga hafa á gögnum tengdum auðlindum þjóðarinnar.
Meðal þeirra gagnasetta sem nú þegar eru aðgengileg má nefna:
- Kortasafn Orkustofnunar
- Teikningasafn Orkustofnunar og fyrirrennara
- Útgefin leyfi
- Borholur
- Lög og reglugerðir sem snerta Orkustofnun