Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Aukið gagnsæi um gjaldskrár í flutningi og dreifingu raforku

Aukið gagnsæi um gjaldskrár í flutningi og dreifingu raforku

5 júlí 2023
Mynd: TA MEDIA

Raforkueftirlit Orkustofnunar tekur ákvarðanir um tekjur sérleyfisfyrirtækja í flutningi og dreifingu samkvæmt raforkulögum. Einnig eru gjaldskrárbreytingar fyrirtækjanna sendar til Raforkueftirlitsins til yfirferðar áður en þær taka gildi.

Ákvarðanir um tekjur Landsnets vegna ársins 2022 og arðsemi sérleyfisfyrirtækja á árinu 2024 hafa verið birtar á vefsíðu um tekjumörk. Með uppgjöri Landsnets eru nú birtar ítarlegri upplýsingar en áður hefur verið gert, til að auka gagnsæji og skilning almennings á þeim forsendum sem liggja til grundvallar flutningsgjaldskrár. Tekjur Landsnets frá stórnotendum eru vanteknar um -7,3% og tekjur frá almennum notendum eru vanteknar um -2,1%.

Ákvarðanir um tekjur dreifiveitna vegna dreifingar raforku verða teknar 1. september næstkomandi. Ætlunin er að birta þá ítarlegri upplýsingar um tekjur dreifiveitna en áður hefur verið gert, líkt og gert hefur verið í tilfelli Landsnets.

Gagnvirkt mælaborð verður í kjölfarið birt þar sem hægt verður að sjá áhrif helstu forsenda á gjaldskrár sérleyfisfyrirtækja. Verðbólga, laun og gengi bandaríkjadollars hafa mikil áhrif á gjaldskrá fyrir flutning raforku ásamt fjárfestingum og lánsvöxtum. Leyfðar tekjur sérleyfisfyrirtækja samanstanda af rekstrarkostnaði, leyfðri arðsemi af eignum og afskriftum ásamt óviðráðanlegum kostnaði og viðbótarkostnaði.

Sjá nánari upplýsingar á eftirfarandi vefsíðu. Nýjasta uppgjör Landsnets er í kafla fyrir árið 2022 og nýjasta leyfða arðsemin er í kafla fyrir árið 2024.

https://orkustofnun.is/raforkueftirlit/tekjumork