Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Athyglisverð erindi á ársfundi Orkustofnunar

Athyglisverð erindi á ársfundi Orkustofnunar

4 júní 2021
Athyglisverð erindi á ársfundi Orkustofnunar

Ársfundur Orkustofnunar fór fram fimmtudaginn 29. apríl sl. og var einungis sendur út á vef stofnunarinnar. 

Í upphafi fundar flutti Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra ávarp. Í ávarpi sínu þakkaði ráðherrann Guðna A. Jóhannessyni orkumálastjóra fyrir störf hans sem orkumálastjóri,  sem hann hefur gegnt í rúm 13 ár, eða frá árinu 2008, og lætur af störfum í júní 2021.

Ráðherrann nefndi að orkustefnan varðaði veginn í átt að sjálfbærri orkuframtíð þar sem sett væri það markmið að ná kolefnishlutleysi fyrir 2040 og að verða óháð jarðefnaeldsneyti ekki síðar en 2050.

Þórdís sagði m.a: „Í fyrsta sinn höfum við Íslendingar sett okkur langtíma orkustefnu og skýra aðgerðaráætlun til að fylgja henni. Þau skjöl voru lögð fyrir Alþingi í byrjun þessa árs. Orkustefnan varðar veginn í átt að sjálfbærri orkuframtíð þar sem við meðal annars setjum okkur það markmið að ná kolefnishlutleysi fyrir 2040 og að verða óháð jarðefnaeldsneyti ekki síðar en 2050.  Að mínu mati helst mun fyrr, og fyrst allra þjóða. 

Orkustofnun leikur hér lykilhlutverk við að innleiða orkustefnuna og grípa þá bolta sem henni fylgja, leiða okkur inn í nýja tíma jafnt á sviði orkuöryggis, orkuskipta, orkunýtingar, nýrra orkukosta, jöfnunar orkukostnaðar og uppbyggingu innviða á landsvísu. Með sjálfbæra þróun að leiðarljósi þar sem jafnvægi ríkir á milli efnahagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta. Allt þetta er nánar útlistað í þeim 38 skilgreindu aðgerðum og verkefnum sem koma fram í aðgerðaáætlun orkustefnu.“

Í lokin þakkaði Þórdís Guðna fyrir hans þjónustu sem orkumálastjóri í rúm 13 ár, fyrir farsælt og gott samstarf þeirra á milli í rúm 4 ár og fyrir sérlega ánægjuleg kynni og ósk um farsæld. Ráðherra afhenti síðan Guðna lífseiga plöntu í kveðjugjöf.   

Guðni A. Jóhannesson fjallaði um þróun orkumála og Orkustofnunar síðn hann tók við og sagði m.a: „Ég hóf störf sem orkumálastjóri í ársbyrjun 2008. Þegar ég læt af störfum sem orkumálastjóri nú í lok aprílmánaðar verð ég búinn að gegna þessu starfi í 13 ár og 4 mánuði. Þá er líka liðin slétt hálf öld frá því að ég gekk á fund Guðmundar Pálmasonar og réði mig sem sumarmann við mælingar á landgrunninu á vegum Orkustofnunar. Það er óhætt að segja að þessi tími hefur ekki verið tími neinnar kyrrstöðu. Þótt stofnanir geti gagnvart almenningi virst hægfara og óumbreytanlegt gangverk þá er það ekki alltaf svo fyrir okkur sem reynum að finna okkur leið og fóta okkur á milli tannhjólanna.“

Orkumálastjóri sagði einnig: „Rammaáætlun hefur á síðasta áratug þróast frá því að vera alhliða verkfæri til þess að meta og raða virkjunarkostum m.t.t. nýtingar og verndar þar sem mismunandi sjónarmiðum var stefnt saman. Hún er nú orðin vettvangur mjög einhliða og langsóttra náttúruverndarsjónarmiða og langtíma frystigeymsla fyrir nýjar virkjanahugmyndir.“

Hann sagði einnig: „Þegar litið er til baka yfir þetta næstum 14 ára tímabil sem ég hef gegnt stöðu orkumálastjóra kemur mér fyrst í hug hversu hratt verkefnin og áherslurnar breytast í tímans rás. Starfsfólk Orkustofnunar býr yfir mikilli og fjölbreyttri menntun og reynslu sem kemur sér vel þegar það þarf að endurskipuleggja liðsheildina til þess að mæta nýjum og breyttum aðstæðum.“

Í lokin sagði Guðni: „Við vinnum í mikilli nánd við slagæðakerfi samfélagsins, tæknilega innviði