Athugasemdir og leiðbeiningar um gjaldtöku vegna flutningstapa
28 júní 2024Raforkueftirlitið hefur gert athugasemdir við gjaldskrárbreytingu Landsnets vegna flutningstapa sem fyrirhugað var að tæki gildi 1. ágúst nk.
Raforkueftirlitið hefur einnig birt samtímis drög að leiðbeiningum um flutningstöp til umsagnar á grundvelli 2. mgr. 24. gr. raforkulaga. Með tilkomu viðskiptavettvanga raforku hefur gagnsæi, jafnræði og samkeppni á heildsölumarkaði aukist, sem veitir tækifæri til betrumbóta á fyrirkomulagi innkaupa á flutningstöpum og gjaldtöku vegna þeirra.
Í leiðbeiningunum eru lagðar fram tillögur að gagnsærri aðferðarfræði svo hægt sé að reikna út fyrir fram með skýrum hætti hver vænt gjaldtaka vegna flutningstapa er, og eykur það fyrirsjáanleika og áreiðanleika umtalsvert. Einnig eru innbyggðir hvatar fyrir flutningsfyrirtækið til að lágmarka töp og tímasetja viðgerðir þegar kaup á raforku eru hagkvæmari. Tímafrestur til að koma á framfæri athugasemdum vegna leiðbeininga Raforkueftirlitsins er til 1. september nk.
Athugasemdir raforkueftirlits við fyrirhugaða gjaldskrá Landsnets nr. 53