Ársfundur Orkustofnunar verður 26. september í Hofi á Akureyri
9 september 2024Orkustofnun heldur opinn fund á Akureyri þann 26. september kl. 14 í Hofi þar sem farið verður yfir framtíðarsýn og stefnumótun í orkumálum. þar sem fjallað verður um orkumál, tækni, nýsköpun og framtíðaráskoranir. Fundarstjóri er Steiney Skúladóttir, og munu ýmsir sérfræðingar og fulltrúar úr orkugeiranum halda erindi. Á fundinum verða einnig sýnd fróðleg myndbönd úr atvinnulífinu sem varpa ljósi á áhrif nýsköpunar og tæknilausna í orkugeiranum.
Hér verður hægt að horfa á fundinn í streymi
Dagskrá fundarins:
- 14:00 Fundurinn hefst. Steiney Skúladóttir kynnir.
- Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála, fjallar um stefnu stjórnvalda í orkumálum.
- Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri, ræðir um framtíð Orkustofnunar.
- Kristján Geirsson, sviðsstjóri sjálfbærrar auðlindanýtingar, fjallar um leyfisveitingar og skilvirkni í auðlindanýtingu.
- Hanna Björg Konráðsdóttir, deildarstjóri Raforkueftirlitsins, fjallar um lykilmarkmið raforkueftirlits.
- Björn Arnar Hauksson, forstöðumaður gagna- og greiningarsviðs, fjallar um nútímavæðingu gagnaöflunar í orkugeiranum.
- Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsbreytinga og nýsköpunar, fjallar um þróun í olíunotkun og mikilvægi orkuskipta.
Á fundinum verða sýnd nokkur myndbönd, þar á meðal frá HS Orku, Landsvirkjun og fleiri fyrirtækjum, sem varpa ljósi á hvernig orkumál og nýsköpun hafa áhrif á atvinnulífið.
15:35 - Kaffihlé og verðlaunaafhending.
- 15:45 Pallborðsumræður: Tækni, nýtni og nýsköpun í atvinnulífinu. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, stýrir umræðum.
Þátttakendur eru: - Kjartan Sigurðsson, framkvæmdastjóri Skógarbaðanna: Tækni og nýtni innan ferðaþjónustu.
- Björn Brynjúlfsson, formaður Samtaka gagnavera: Fjallar um gagnaver og tækifæri þeirra í orkugeiranum.
- Karen Mist Kristjánsdóttir, verkefnastjóri Græns iðngarðs á Bakka: Nýsköpun í líforku og nýtingu lífrænna auðlinda.
- Eyþór Björnsson, forstjóri Norðurorku: Um nýtingu glatvarma.
- Birna Bragadóttir, forstöðukona Elliðaárstöðvar: Menntun og tækifæri og kynslóðir framtíðarinnar.
- Hjalti Páll Ingólfsson, framkvæmdastjóri GEORG jarðhitaklasa: Útflutningsverðmæti þekkingar.
- Marit Brömmer, framkvæmdastjóri Alþjóða jarðhitasambandsins, fjallar um hlutverk jarðhitans í orkuskiptum.
Fundurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á orkumálum, nýsköpun og áhrifum þeirra á atvinnulífið.
Við hlökkum til að sjá ykkur á ársfundinum í Hofi, Akureyri!