Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
„Þurfum að vera betur undirbúin fyrir framtíðarviðburði“

„Þurfum að vera betur undirbúin fyrir framtíðarviðburði“

8 febrúar 2024
„Þurfum að vera betur undirbúin fyrir framtíðarviðburði“

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir jarðhræringarnar sýna mikilvægi orkuinnviða landsins og verðmæti jarðhitans fyrir samfélagið. Passa þurfi upp á þá til lengri tíma. Ýmis kerfi séu komin til ára sinna og fleiri stóli á þau en þegar þau voru tekin í notkun. Hún fór yfir málin í viðtali á RÚV í dag sem og þau verkefni sem Orkustofnun hefur unnið að í tengslum við málið. Passa þurfi upp á þá til lengri tíma. Ýmis kerfi séu komin til ára sinna og fleiri stóli á þau en þegar þau voru tekin í notkun.

Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri, segir að bæta verði viðbúnað við vatns- og orkuskorti á Reykjanesi vegna náttúruhamfara, bæði vegna óvissunnar núna og einnig til framtíðar.

„Nú skiptir kannski máli að við séum að horfa á þessi eldsumbrot í lengra samhengi. Við erum að glíma við þessar aðstæður í dag, en það er líklegt að við þurfum að vera betur undirbúin fyrir framtíðarviðburði sem að geta jafnvel verið erfiðari en það sem við sjáum núna,“ segir Halla Hrund.

Meðal þess sem bent er á er nauðsyn þess að heits vatns verði aflað víðar að en bara frá Svartsengi.

„Já, í raun og veru bæði bæði kalt vatn og heitt vatn. Það er alveg rétt að það skiptir ótrúlega miklu máli að við séum að horfa á aðgengi að heitu vatni frá fleiri stöðum.“

Hér má sjá fréttina

Orkustofnun fylgist áfram með gangi mála og óskar Almannavörnum, fyrirtækjum á svæðinu og öðrum sem vinna hörðum höndum að því að gæta að innviðum samfélagsins velfarnaðar í vandasömum og mikilvægum störfum.