Vatn
Í umfjöllun um vatn er handhægt að aðgreina gerðir þess eftir aðgengileika (yfirborðsvatn, lindir og grunnvatn) sem og út frá nytjamöguleikum þess (nytjavatn, neysluvatn og jarðsjór). Þá eru þekktar megingerðir íslenskra vatnsfalla lindár, dragár og jökulár.
Vatn er undirstaða alls lífs og aðgengi að heilnæmu neysluvatni er grundvöllur heilbrigðis og framfara. Nægur aðgangur að vatni er forsenda flestra atvinnuvega landsins, s.s. fiskveiði, fiskeldis, iðnaðar, landbúnaðar (þ.m.t. garðyrkju, mjólkurframleiðslu og kjötframleiðslu), og margvísleg dægurdvöl, t.a.m. sundlaugar og böð, er óhugsandi án auðvelds aðgengis og ríkulegs vatnsmagns. Vatn er jafnframt helsti orkuberi landsins, bæði í vatnsafli og jarðvarma.

Hvað gerum við
Orkustofnun ber ábyrgð á stjórnsýslu með tveimur afmörkuðum sviðum vatnamála á Íslandi. Þar er annars vegar um að ræða vatn sem auðlind til beinna nytja og hins vegar vatn sem orkubera fyrir vatnsafl og jarðhita. Þá heldur stofnunin utan um skilgreind verkefni vegna framkvæmda í og við vatn.
Náin samvinna er af hálfu Orkustofnunar við aðra opinbera aðila sem bera ábyrgð hver með sínum hætti á skyldum sviðum vatnamála. Þar má nefna Fiskistofu, sem veitir leyfi vegna framkvæmda í og við veiðivötn, og Veðurstofu Íslands, sem ber ábyrgð á almennum rannsóknum á vatnafari. Umhverfisstofnun hefur umsýslu varðandi lög um stjórn vatnamála og fer, ásamt Matvælastofnun, með yfirumsjón með heilbrigðiseftirliti á vegum heilbrigðisnefnda sveitarfélaga, sem aftur bera ábyrgð á hreinleika neysluvatns. Hafrannsóknastofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands rannsaka líf í vatni og Skipulagsstofnun fer með umhverfismat og skipulagsmál. Einnig er samstarf við orku- og veitufyrirtæki og samtök þeirra, Samorku, svo og við hin ýmsu sveitarfélög. Hér er ekki um tæmandi upptalningu að ræða, enda kemur vatnið víða við og frá mörgum hliðum.
Umsóknir og leyfisveitingar
Orkustofnun veitir leyfi til leitar, rannsókna og nýtingar grunnvatns, hvort sem um er að ræða eignarlönd eða þjóðlendur, í samræmi við lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Stofnunin hefur jafnframt með höndum stjórnsýslu og eftirlit varðandi vatn á yfirborði jarðar samkvæmt vatnalögum og veitir rannsóknar- og virkjunarleyfi til undirbúnings vatnsaflsvirkjana samkvæmt ákvæðum raforkulaga.
Við leyfisveitingar Orkustofnunar til nýtingar vatns, og við aðrar leyfisveitingar, ber stofnuninni að tryggja að leyfið sé í samræmi við þá stefnumörkun um vatnsvernd sem fram kemur í vatnaáætlun sem unnin er í samræmi við lög um stjórn vatnamála, nr. 36/2011. Í tilvikum sem fyrirhugaðar framkvæmdir falla undir ákvæði laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021, ber jafnframt að liggja fyrir niðurstaða Skipulagsstofnunar um að framkvæmd sé ekki matsskyld, ellegar álit stofnunarinnar á matsskýrslu verkefnisins, áður en leyfisumsókn er send Orkustofnun.
Leyfi – umsóknir (og nánari upplýsingar):
Nytjavatn
Neysluvatn
Grunnvatn
Lindir
Yfirborðsvatn
breyta vatnsbotni, straumstefnu, vatnsmagni eða vatnsflæði, hvort sem það verður að fullu og öllu eða um ákveðinn tíma, svo og að hækka eða lækka vatnsborð,
gerstífla straumvatn eða gera mannvirki í vatni eða yfir því,
veita vatni af einni fasteign á fasteign annarra,