Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Virkjunarleyfi

Leiðbeiningar fyrir umsókn um virkjunarleyfi

image_heading_paragraph

Gagna- og upplýsingaöflun

Í 5 og 6. gr raforkulaga (65/2003) og 4. gr. reglugerðar nr. 1040/2005  koma fram þau atriði sem hér er stuðst við. Þau eru m.a. túlkuð með hliðsjón af þeim hagsmunum sem raforkulögin eiga að tryggja, og nánar er fjallað um í 1. viðauka, og með hliðsjón af þeim atriðum sem taka þarf á við útgáfu virkjunarleyfis (2. viðauki). Ýmsar af þeim kröfum sem gerðar eru, t.d. um hönnun og reynslu hönnuða eru m.a. hugsaðar út frá hagsmunum þriðja aðila (þolenda).
Í 4. gr. Raforkulaga segir: Leyfi ráðherra þarf til að reisa og reka raforkuver. [Þó þarf ekki slíkt leyfi vegna raforkuvera með uppsettu afli sem er undir 1 MW nema orka frá raforkuveri sé afhent inn á dreifikerfi dreifiveitna eða flutningskerfið. Eigendur virkjana með uppsett afl 30–1.000 kW skulu skila Orkustofnun tæknilegum upplýsingum um virkjun. Einnig er skylt að tilkynna Orkustofnun árlega um heildarraforkuvinnslu raforkuvera með uppsettu afli yfir 100 kW.] 

Frá með 1. ágúst 2008 veitir Orkustofnun virkjunarleyfi samkvæmt 1. mgr. 4. gr. raforkulaga, sbr. ákvæði 32. gr. laganna.

Eftirfarandi er yfirlit um þau gögn og upplýsingar sem fylgja skulu umsókn um virkjunarleyfi. Á eftir fara skýringar og tilvitnanir í viðeigandi lið í raforkulögum, og frekari leiðbeiningar um innihald upplýsinganna.

1. Nafn umsækjanda, kennitala hans, heimilisfang og upplýsingar um rekstrarform.

Virkjunarleyfi verður aðeins veitt sjálfstæðum lög- og skattaðila (5. gr.). Í skýringum
segir að ekki séu gerðar kröfur hvað félagaform varðar.

2. Niðurstöður rannsókna á viðkomandi virkjunarkosti.

2.1   Rennslisgögn. Hvaða rennslisgögn voru notuð og hvernig var unnið úr þeim, ásamt niðurstöðum   um meðal-, lág- og flóðarennsli.

Skýringar:

Mestu máli skipta rannsóknir sem varða stærð virkjunar og rekstur; í tilfelli vatnsaflsvirkjana hvernig unnið hefur verið úr upplýsingum um rennsli í viðkomandi vatnsfalli, og gera verður kröfur um að bestu fáanlegar upplýsingar séu nýttar . Í leiðbeiningum fyrir litlar vatnsaflsvirkjanir  er áhersla lögð á minnst tveggja vetra rennslisgögn. Norðmenn hafa bitra reynslu af virkjun án  nægilegra upplýsinga um rennsli.

  
Hægt er að setja skilyrði er lúta að því að tryggja öryggi og áreiðanleika í rekstri virkjunar (5. gr. laganna), þ.e. að virkjun geti tryggt afhendingu á þeirri orku sem hún er sögð standa undir af viðunandi öryggi, þ.e. að samningar við kaupendur séu þokkalega áreiðanlegir. Hins vegar er almennt ekki gert ráð fyrir að þetta atriði eigi við um einstakar virkjanir (1. viðauki).

Hvað varðar stærðarforsendur virkjana sem vinna raforku úr jarðhita er gert ráð fyrir að um það hafi verið fjallað við veitingu nýtingarleyfis.

2.2  Ráðgjafar og tæknileg geta.  Gerð er krafa um að hönnun sé á vegum reyndra ráðgjafa. Gera skal grein fyrir hönnuðum og reynslu þeirra af hönnun virkjana.

Skýringar:  Mat á tæknilegri getu felst öðru fremur í því hvernig staðið er að undirbúningi og síðan framkvæmdinni. Gert er ráð fyrir að framkvæmd byggist á hönnun á öllum stigum og að hönnunargögn verði unnin og yfirfarin af sérfræðingum sem hafa þekkingu og reynslu af hönnun virkjana.

2.3  Hönnunarforsendur.

Skýringar: Talið er nauðsynlegt að umsækjandi sýni fram á að hönnun  mannvirkja og útfærsla byggi á traustum jarðtæknilegum rannsóknum eftir því sem aðstæður kalla á, sbr. öryggis- og umhverfissjónarmið (6. gr. laganna). Það er mikilvægt gagnvart öryggi að stíflur standist álag af flóðum með tiltekin endurkomutíma. Ennfremur þarf að taka tillit til jarðskjálfta þar sem þeirra er að vænta. Í jarðhitavirkjunum er mikilvægt að búnaður og frágangur við borholur og gufuveitu sé í lagi, og í samræmi við aðstæður, svo sem jarðskjálftaálag. Í hönnun verður að tryggja að útfærsla mannvirkja sé í samræmi við þá  lýsingu framkvæmdaaðila á mannvirkjum og rekstrarforsendum, sem niðurstaða úr mati á umhverfisáhrifum byggist á, ásamt þeim skilyrðum sem þar eru sett.

2.4 Rannnsóknir vegna MÁU (lög nr.  106/2000 )

Ávallt: Stíflur og önnur mannvirki eða breytingar á árfarvegi til að hemja og/eða miðla vatni þar sem 3 km2 lands eða meira fara undir vatn eða rúmtak vatns er meira en 10 milljónir m3, eru ávallt háðar mati á umhverfisáhrifum.
Stundum: Fyrirhugaðar framkvæmdir við virkjun með 200 kW afli eða meira þarf umsækjandi að tilkynna til Skipulagsstofnunar og ganga úr skugga um hvort mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar skuli fara fram (sjá tl. 8 hér að neðan). Það útheimtir rannsóknir eða úttekt á aðstæðum.

3. Lýsing á virkjuninni

3.1 Lýsing á virkjun, legu hennar og fyrirkomulagi sem lýst er með viðeigandi uppdráttum (sbr. 8. lið) , þ.m.t. kort og uppdrættir sem sýna legu og tilhögun mannvirkja, helstu tölulegar upplýsingar um virkjunina og afmörkun virkjunarsvæðis sbr 1. lið um efni virkjunarleyfis.

Skýringar:  Orkustofnun telur að í langflestum tilvikum ættu kort, uppdrættir og lýsingar á mannvirkjum sem þarf í fyrrnefndum samskiptum við Skipulagsstofnun að nægja til að gefa fullnægjandi lýsingu á legu og tilhögun þeirra.

3.2 Helstu kennitölur.  Óskað er eftir upplýsingum um eftirfarandi með umsókn eða tilkynningu um virkjun ef hún er ekki leyfisskyld, en hefur viðskipti um flutningskerfið:

Lega stíflu ((GPS-) hnit á skurðpunkti við vatnsfall) og yfirfallshæð (m y.s.).
Gerð stíflu (jarðstífla, steypt stífla, botnrás?, hvernig yfirfall?
Lón ofan stíflu, flatarmál (km2, ha) , miðlunarrými (Gl, m3).
Lega stöðvarhúss (hnit).
Stærð vatnshverfils (hp eða kW), eða túrbínu (vélar) jarðhitavirkjunar.
Gerð vatnshverfils (francis, pelton, kaplan)  eða gufutúrbínu.
Stærð (kW og kVA) og gerð rafals.
Heildar (verg) fallhæð (m).
Nýtanleg fallhæð (m).
Vatnsstokkur; lengd (m), þvermál (mm), gerð (timbur, trefjaplast, plast, o.fl.
Rennsli til virkjunar (meðalrennsli (m3/s) og virkjað rennsli (m3/s)).
Tenging við veitukerfi eða kaupanda og spenna tengingar (V eða kV).

Allar þessar upplýsingar ættu að liggja fyrir í hönnun virkjunar. Til hægðarauka fylgir hér tafla til útfyllingar.  

4. Framkvæmdaáætlun

Hvenær ætlunin er að hefja framkvæmdir, hvenær þeim á að vera lokið og hvenær rekstur virkjunar á að hefjast. Nægilegt er að tilgreina árstíð, svo sem fyrri eða síðari hluta árs 200X, eða eins og oft er gert, að miða við það þegar aflað hefur verið tilskilinna leyfa, enda sé þá gerð grein fyrir stöðu þeirra.

Í 4. gr. laganna eru ákvæði um að leyfi falli úr gildi ef framkvæmdir og rekstur hefjist ekki innan tiltekins árafjölda frá því leyfið er gefið út.

Eftirlit: Leyfisgjafi getur farið fram á að umsækjandi geri grein fyrir hvernig háttað verði eftirliti með að framkvæmdir séu í samræmi við hönnun og skilyrði er kunna að verða sett og tengjast fyrirkomulagi virkjunar. Þetta é einkum við þegar ætla má að öryggi og hagsmunum óskyldra aðila sé ógnað.

5. Fjármögnun

Skýringar: Í 5. gr. reglugerðarinnar segir að leyfishafi þurfi að sýna fram á að hann geti aflað nægilegs fjármagns til að reisa virkjunina og nauðsynleg mannvirki og búnað henni tengdan. Leggja má fram yfirlýsingu banka eða annarra fjárfesta.

6. Samningar um tengingu við flutningskerfið eða dreifikerfi á viðkomandi svæði.

Ganga þarf úr skugga um að áformuð ráðstöfun raforku sé í samræmi við ákvæði laga, og að tekist hafi samkomulag um flutning raforku frá virkjun áður en leyfi er veitt.

7. Upplýsingar um hvort fyrir liggi samkomulag við landeigendur og eigendur orkulinda um endurgjald fyrir nýtingu viðkomandi auðlindar

Skýringar: Vatns- og jarðhitaréttindi fylgja landareign, og augljóst að ekki eru skilyrði til virkjunar nema fyrir liggi samningur við hlutaðeigandi rétthafa. Um þetta er fjallað í 3. mgr. 4. gr. laganna, og þar segir m.a. að hafi hvorki náðst samkomulag um endurgjald fyrir virkjunarleyfi né eignarnáms verið óskað innan 90 daga frá útgáfu leyfis fellur það niður. Af þessu sést, að séu samningar ekki að fullu frágengnir þegar sótt er um virkjunarleyfi er í það minnsta mikilvægt að leyfishafi geri ítarlega grein fyrir stöðu samninga við eigendur orkulindar.

8. Upplýsingar um helstu umhverfisþætti virkjunar og áhrif hennar

Hvort sem framkvæmd er umhverfismatsskyld eður ei, ber umsækjanda að gera grein fyrir þeim gögnum sem hann leggur fyrir Skipulagsstofnun, til að fá úrskurð um matsskyldu eða niðurstöðu úr mati á umhverfisáhrifum, verði sú raunin að mats sé krafist. Þá skal eftir því sem við á gera grein fyrir þeim mótvægisaðgerðum og öðrum ráðstöfunum sem ætlunin er að framkvæma vegna umhverfisáhrifa sem virkjunin hefur samkvæmt framlögðum gögnum.
Samkvæmt markmiðsgrein laganna skal stuðla að nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa og taka tillit til umhverfissjónamiða að öðru leyti. Í reglugerð (5.gr.) er þetta útfært þannig að ráðherra skuli við leyfisveitinguna taka tillit til mats á umhverfisáhrifum framkvæmdar og fullnaðarúrskurðar stjórnvalda þar um. Upplýsingar um nýtingu sem fyrir er á svæðinu, eftir því sem við á. 

9. Upplýsingar um leyfi

Upplýsingar þær sem umsækjandi telur sig þurfa að afla frá öðrum stjórnvöldum og hvort framkvæmdin samræmist gildandi skipulagi þar sem ætlunin er  að reisa virkjunina.
Eftirfarandi eru dæmi um leyfi sem afla þarf vegna vatnsaflsvirkjana: Framkvæmdaleyfi og byggingaleyfi frá viðkomandi sveitarstjórn, og eftir atvikum leyfi frá: Umhverfisstofnun, veiðimálastjóra, heilbrigðisnenfndum sveitarfélaga v. vinnubúða. 

1. Viðauki - Um kröfur til raforkulaganna

Í 5. gr raforkulaganna (65/2003) er fjallað nokkuð skýrt um til hvers menn ætlast af lögunum. Þau eiga að tryggja eftirfarandi skv. 5. grein laganna:

Nægilegt framboð.
Öryggi og áreiðanleika (í rekstri).
Skilvirkni raforkukerfisins.
Að tekið sé tillit til nýtingarsjónarmiða (haldbær notkun endurnýjanlegra orkulinda).
Tillit til umhverfisverndar- og landnýtingarsjónarmiða.

Til að tryggja að þessi sjónarmið séu höfð í heiðri, eru tiltekin nokkur atriði sem skipta máli, og leyfisveitandi getur gengið sérstaklega eftir í tengslum við útgáfu leyfis:

Tæknilega og fjárhagslega getu til rekstrar.
Samning um tengingu.
Eðlilegan samrekstur fleiri en einnar virkjunar á sama vatnasviði, og á sama eða aðliggjandi jarðhitasvæði.

Í 4. gr reglugerðar  (1040/2005) um framkvæmd raforkulaganna er fjallað um þau gögn sem umsækjandi á að skila, væntanlega m.a. til að sýna leyfisveitanda fram á að virkjun umsækjanda uppfylli ofangreindar væntingar.

Loks er í 6. grein laganna fjallað um efni virkjunarleyfisins. Mikilvægt er að það tiltaki þær skuldbindingar sem leyfishafi tekur á sig með því að tengjast raforkukerfinu og selja vöru (raforku), og þær skuldbindingar sem varða aðra hagsmuni, og m.a. er fjallað um í MÁU.

Um fyrstu þrjú atriðin gildir að þau lýsa almennum væntingum, og vafasamt er að hægt sé að gera einstakar framkvæmdir ábyrgar fyrir þeim.
Gert er ráð fyrir að leyfisveitandi geti sett skilyrði um áðurnefnd atriði við veitingu virkjunarleyfa, en hér er það ekki talið líklegt, nema við sérstakar aðstæður. Í þeim tilvikum verði væntanlega beðið sérstaklega um viðeigandi gögn.

Fjórða atriðið  fjallar um tengsl við nýtingarleyfi, og þegar við á þarf að koma fram, að leyfi til virkjunar styðjist við heimild til að nýta auðlindina.

Þá verða eftir fjórir liðir, sem umsækjendur þyrftu að sýna fram á að hafa uppfyllt í umsókn um virkjunarleyfi.
Þessir liðir varða umhverfismál, tæknilega og fjárhagslega getu og samninga um tengingu og samrekstur.

2. Viðauki - Inntak virkjunarleyfis (6. gr. laga 65/2003).

1. Stærð virkjunar og afmörkun virkjunarsvæðis

Eðlilegt má telja að virkjunarleyfið tali skýrt um það hvaða mannvirki (kennitala, heimilisfang og stærðir) leyfið á við um og hver það er sem fær leyfið.

2. Hvenær framkvæmdir skulu hefjast og hvenær þeim skuli lokið

Tengist m.a. ákvæðum um gildistíma leyfis, og möguleikum til að afturkalla það.

3. Upplýsinga- og tilkynningaskylda leyfishafa til Orkustofnunar og flutnings-fyrirtækis sem nauðsynleg er til að viðkomandi aðilar geti rækt hlutverk sitt

Um tilkynningaskyldu sem varða nýtingu auðlinda er eðlilegt að fari að auðlindalögum, en hins vegar er eðlilegt að hnykkja á því, að skylda sem lögð hefur verið á umsækjanda skv. þeim lögum byrji að virka við gangsetningu virkjunar. Hvað varðar skil framleiðslugagna til Orkustofnunar og flutningsfyrirtækis þarf væntanlega að tilgreina nánar hvaða gögn um ræðir.

4. Öryggis- og umhverfisverndarráðstafanir

Öryggisþátturinn í þessu tilviki gæti hugsanlega átt við að mannvirkin valdi ekki hættu; stíflur bresti o.þ.h. og umbúnað í jarðhitavirkjun, þar sem gufa er undir miklum þrýstingi.

5. Skilyrði um tæknilega og fjárhagslega getu leyfishafa

Tæknileg og fjárhagsleg geta leyfishafa getur átt við um rekstraröryggi kerfisins. Mjög er misjafnt hvaða áhrif slíkt hefur eftir stærð (vægi) viðkomandi einingar í rekstri kerfisins.

6. Ráðstöfun mannvirkja og tækja þegar notkun þeirra er hætt

Um þetta atriði hefur lítið verið fjallað, enda nokkuð vandasamt. Líklega er þetta atriði beint úr Evrópskum reglum. Ef á að taka þetta alvarlega þarf að tryggja að leyfishafar myndi sjóð úr rekstri til að standa undir niðurrifi viðkomandi mannvirkja og lagfæringum á raski, þegar viðkomandi eining verður lögð niður. Reyndar orkar tvímælis að það sé endilega til bóta að rjúfa stíflur vatnsaflsvirkjana, til að endurheimta, hvað? Væntanlega er hægt að láta vatnsaflsvirkjanir ganga nánast endalaust með hæfilegum endurbótum. Óvissa um endingu jarðvarmavirkjana varða mun frekar viðkomandi jarðhitakerfi en mannvirkin, sem væntanlega má endurnýja nánast óendanlega oft, en þetta atriði þarf frekari skoðunar við.

7.  Önnur atriði er lúta að skilyrðum leyfis og skyldum dreifiveitna samkvæmt lögum þessum