Flug
Sala eldsneytis til Innanlands- og millilandaflugs fellur hér undir.
Orkustofnun aflar gagna um mánaðarlega sölu eldsneytis á Íslandi. Gögnin koma beint frá söluaðilum eldsneytis. Hér má finna samantektir á þeim gögnum sem stofnuninni berast. Leiðréttingar geta átt sér stað á gögnum eftir að þær birtast og niðurstöður geta því tekið breytingum. Að öllu jöfnu birtast nýjar niðurstöður um miðjan hvern mánuð.
Gröfin sýna sölu í einingunni tonn olíuígildi (toe) sem er stöðluð orkueining. 1 toe = 41.868 MJ = 11,63 MWh