Eldsneytistölur
Mánaðarleg sala eldsneytis
Orkustofnun aflar gagna um mánaðarlega sölu eldsneytis á Íslandi. Gögnin koma beint frá söluaðilum eldsneytis. Hér má finna samantektir á þeim gögnum sem stofnuninni berast. Leiðréttingar geta átt sér stað á gögnum eftir að þær birtast og niðurstöður geta því tekið breytingum. Að öllu jöfnu birtast nýjar niðurstöður um miðjan hvern mánuð.
Eldsneytissölu er skipt í nokkra notkunarflokka fyrir hverja eldsneytistegund.
Notkunarflokkarnir eru vegasamgöngur, fiskiskip, siglingar (innanlands og millilanda), flug (innanlands og millilanda) og annað.
Hægt er að skoða hvern notkunarflokk fyrir sig með því að ýta á hnappana hér að ofan.