Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Góður árangur af KeyGeothermal verkefninu um uppbygginu- og þjálfun á sviði jarðhita í Póllandi

Góður árangur af KeyGeothermal verkefninu um uppbygginu- og þjálfun á sviði jarðhita í Póllandi

4 júlí 2024
Góður árangur af KeyGeothermal verkefninu um uppbygginu- og þjálfun á sviði jarðhita í Póllandi

Stærsta þjálfunarverkefni á sviði jarðhita sem haldið hefur verið í Póllandi.

Lokaráðstefna KeyGeothermal verkefnisins um uppbygginu- og þjálfun á sviði jarðhita í Póllandi var haldin 16. apríl 2024 í Varsjá en það er stærsta þjálfunarverkefni á sviði jarðhita sem haldið hefur verið í Póllandi. KeyGeothermal verkefnið var  samstarfsverkefni Jarðefna- og orkuhagfræðistofnunar pólsku vísindaakademíunnar (MEERI PAS) og Orkustofnunar. Verkefnið er fjármagnað af Umhverfis-, orku- og loftslagsáætlun Uppbyggingarsjóðs EES fyrir árin, 2014–2021, sem rekin er af National Fund í Póllandi og umhverfisráðuneyti Póllands.   

Markmið verkefnis

Markmið KeyGeothermal verkefnisins var að auka þekkingu og færni meðal lykilaðila í jarðhita í Póllandi, þar sem mikil þörf er fyrir slíkt vegna vaxandi uppbyggingar jarðhita í Póllandi. Með því að bjóða upp á alhliða þjálfun, námsferðir til Íslands, greiningar sérfræðinga á einstaka svæðum og miðlun upplýsinga, miðaði verkefnið að því að brúa þekkingarbil og efla hagnýta þekkingu aðila við nýtingu jarðhita. Einnig var mikil áhersla lögð á að auka notkun jarðhita og endurnýjanlegra orkugjafa hjá hitaveitum, með það að markmiði að auka orkuöryggi, skilvirkni, draga úr mengun og losun koltvísýrings, sem er mikilvægt í yfirstandandi baráttu gegn loftslagsbreytingum. Verkefnið stóð yfir frá október 2020 til apríl 2024 (keygeothermal.pl). Ennfremur leitast verkefnið við að hvetja til samstarfs á milli pólskra og íslenskra aðila og hlúa að umhverfi sem stuðlar að sjálfbærri orkuþróun.

Hópur þátttakenda á lokaráðstefnunni (Mynd: Partyka)

Hópur þátttakenda á lokaráðstefnunni (Mynd: Partyka)

Ráðstefnan

Á ráðstefnunni voru flutt ávörp, erindi og pallborðsumræður með þátttakendum frá loftslags- og umhverfisráðuneytinu og National Fund í Póllandi, Sendiráði Íslands í Póllandi, MEERI PAS, Orkustofnun, Geothermica, stofnunum, háskólum, sveitarfélögum, fyrirtækjum og fleirum. Beata Kępińska, verkefnisstjóri KeyGeothermal frá MEERI PAS og Baldur Pétursson, verkefnisstjóri KeyGeothermal frá Orkustofnun, settu ráðstefnuna. Yfir 100 þátttakendur tóku þátt í ráðstefnunni, sem sýndu mikinn áhuga á verkefninu. Einnig bentu þau á fjölbreyttar kynningarinnar, framlag ýmissa þátttakenda á ráðstefnunni, lærdóm af verkefninu og ábendingar um tillögur um framhald sambærilegra verkefna.

Á ráðstefnunni var fjallað um reynslu af KeyGeothermal verkefninu og hvað mætti læra af því. Einnig var fjallað um núverandi stöðu fjárfestinga í jarðhita í Póllandi sem fjármagnaðar eru með opinberum stuðningi, þ.m.t. verkefni sem framkvæmd eru af aðilum sem tóku þátt í þessu verkefni. Einnig var fjallað um  möguleika á að hrinda í framkvæmd frekari jarðhitaverkefnum með opinberum stuðningi og tvíhliða pólsk-íslenskri samvinnu.

Piotr Bogusz, aðstoðarframkvæmdastjóri deildar Evrópusjóða, í loftslags- og umhverfisráðuneytinu, fjallaði um áætlun um umhverfis, orku og loftlagsbreytingar fyrir 2014–2021. Hann benti m.a. á að eitt af fjórum sviðum þessarar áætlunar væri aukin  framleiðsla orku frá endurnýjanlegum orkugjöfum, þar með talið jarðvarma, en KeyGeothermal verkefnið var á meðal verkefna áætlunarinnar.

 

Stærsta þjálfunarverkefni á sviði jarðhita í Póllandi

KeyGeothermal verkefnið og hlutverk Uppbyggingarsjóðs EES voru umfjöllunarefni í tengslum við framlag til þróunar jarðhita í Póllandi og tvíhliða samvinnu innan EES. Um þessi mál fjallaði prófessor Krzysztof Galos, yfirjarðfræðingur og aðstoðar-ráðuneytisstjóri í loftslags- og umhverfisráðuneyti Póllands. Hann benti m.a.  á forsendur og form fjárhagslegs stuðnings við þróun jarðhita í Póllandi, auk stefnumótandi verkefna á þessu sviði og áætlun frá 2022, til margra ára, um þróun nýtingar jarðhitaauðlinda í Póllandi.

 

Hann lagði áherslu á, að til að hægt væri að  framkvæma verkefnin sem sett eru fram í þessum skjölum á réttan hátt, væri nauðsynlegt að fræða og þjálfa og byggja upp þekkingu um góða starfshætti, sem fara fram í ýmsum myndum og fyrir ýmsa hópa hagsmunaaðila, m.a. með þátttöku leiðandi erlendra stofnana og sérfræðinga. Þess vegna gegndi KeyGeothermal verkefnið mikilvægu hlutverki í þessu sambandi, en það er stærsta þjálfunarverkefni á sviði jarðhita sem haldið hefur verið í Póllandi, og nýst hefur helstu aðilum í jarðhita afar vel.

Robert Gajda – varaforseti og Beata Kuś, Magdalena Misiurek og Monika Żółkowska frá National Fund for Environmental Protection and Water Management kynntu samantekt á núverandi stöðu framkvæmda á festingarverkefnum  í jarðhita sem fjármögnuð eru úr innlendum og alþjóðlegum áætlunum (Uppbyggingarsjóði EES), sem og upplýsingum um stuðningsáætlanir á þessu sviði, fáanlegar árið 2024 og á næstu árum.

multi image

Piotr Bogusz – Aðstoðarframkvæmdastjóri deildar Evrópusjóða, Loftslags- og umhverfisráðuneytið (Mynd: M. Partyka)

multi image

Prófessor Krzysztof Galos - Yfirjarðfræðingur, aðstoðarráðuneytisstjóri í loftslags- og umhverfisráðuneytinu (Mynd: M. Partyka)

multi image

Jan Henrik, sérfræðingur í sendiráði Íslands í Póllandi, var fulltrúi sendiherrans, Hannesar Heimissonar (Mynd: M. Partyka)

Jan Henrik, sérfræðingur í sendiráði Íslands í Póllandi, flutti erindi fyrir hönd sendiherrans, Hannesar Heimissonar, þar sem hann gat ekki verið viðstaddur. Í yfirlýsingu frá sendiherranum benti hann meðal annars á:

„Í flóknu geopólitísku landslagi nútímans er mikilvægt að takast á við áskoranir orkuöryggis og loftslagsbreytinga. Ísland, stærsti framleiðandi grænnar orku á mann í heiminum, á sér langa sögu sem brautryðjandi í nýtingu endurnýjanlegrar orku. Viðræður og þekkingarmiðlun við Pólverja um þessi mál hafa reynst öllum hlutaðeigandi til góðs.“. „Aukin nýting jarðhita til hitunar húsa getur mögulega komið í stað verulegs hluta af innfluttri orkuþörf Evrópusambandsins.“

Ræður samstarfsaðila verkefnisins (Mynd: M. Partyka)

Ræður samstarfsaðila verkefnisins (Mynd: M. Partyka)

Verkefnisstjórar og sérfræðingar IGSMiE PAS og Orkustofnunar fjölluðu síðan um starfsemi og niðurstöður verkefnisins. Þeir bentu einnig á mikilvægt þekkingarframlag verkefnisins til umhverfis-, orku- og loftlagsáætlunar Póllands á vegum Uppbyggingarsjóðs EES 2014-2021, en gert er ráð fyrir að sú áætlun í heild minnki losun koltvísýrings um 600.000 tonn á hverju ári. Stór hluti ráðstefnunnar var helgaður pallborðsumræðum þar sem fulltrúar verkefnisins, samstarfsaðilar þess og verktakar deildu athugasemdum sínum, og fjölluðu um ávinning og gagnsemi þess. Einnig voru almennar umræður við þátttakendur verkefnisins þar sem lagðar voru til leiðir til að viðhalda tengslum og samvinnu milli þátttakenda.

Þátttakendur í námsheimsóknum til Íslands – pallborðsumræður um verkefni (Mynd: M. Partyka)

Þátttakendur í námsheimsóknum til Íslands – pallborðsumræður um verkefni (Mynd: M. Partyka)

Skoðanir frá þátttakendum

Á ráðstefnunni voru einnig  önnur jarðhitaverkefni kynnt sem fjármögnuð eru af Uppbyggingarsjóði EES 2014-2021, með þátttöku aðila frá Póllandi og Íslandi. Einnig var fjallað um áherslur á að á næsta tímabili Uppbyggingarsjóðsins 2021 – 2028 og talið var mikilvægt að á því tímabili yrðu frekari jarðhitaverkefni og möguleikar á pólsk-íslensku samstarfi á sviði jarðhita og að önnur svipuð verkefni yrðu framkvæmd eins og KeyGeothermal verkefnið, sem nú er að ljúka, og einnig verkefni s.s. Geothermica.

Pallborðsumræður um verkefni – þátttakendur (Mynd: M. Partyka)

Pallborðsumræður um verkefni – þátttakendur (Mynd: M. Partyka)

Áhrif  og mikilvægi KeyGeothermal verkefnisins má glöggt sjá af yfirlýsingum þátttakenda í verkefninu á ráðstefnunni. Hér eru nokkrar þeirra:

·       Þetta verkefni hefur skapað mikilvægan og dýrmætan grunn þekkingar og tækifæri til að kynnast mörgum lykilaðilum úr greininni - fólki frá stofnunum, öðrum styrkþegum.

·       Það er þörf fyrir aukna þekkingu í sveitarfélögum og meðal almennings á jarðhita. Þeirri þekkingu sem fulltrúar sveitarfélaganna hafa aflað sér með námsferðunum er mikilvægt að  miða til íbúanna.

·       Bæði ráðstefnan, námsferðir og námsefni í gegnum þjálfunarnámskeið var mjög vel undirbúið. Verkefnið er ein besta þjálfun sem ég hef nokkru sinni tekið þátt í – með háu gæðastigi.  

·       Ég hlakka til framhaldsverkefnis, til að geta haldið áfram að afla mér þekkingar um jarðhita í Póllandi og um allan heim. Hingað til hefur þjálfunin og heimsóknin verið mjög gagnleg og gert okkur kleift að innleiða áunna þekkingu á stöðum og verkefnum í Póllandi.

·       Við treystum á frekari aðgerðir sem miða að því að efla jarðhita í Póllandi.

·       Vinsamlegast hannið í framtíðinni sambærilegt verkefni og KeyGeothermal.  

Sambærileg og svipaðar áherslur komu einnig fram á  íslensk-pólsku málstofunni um jarðhita, græn orkuskipti og kolefnisförgun sem haldin var í Sendiráði Íslands í Varsjá 14. júní 2023, þar sem mátti sjá vaxandi áhuga á samstarfi Íslands og Póllands á sviði jarðhita, endurnýjanlegra orkugjafa, orkuöryggis, kolefnisförgunar og geymslu.

Ræður samstarfsaðila verkefnisins, fyrirlesara og boðsfyrirlesara (Mynd: M. Partyka)

Ræður samstarfsaðila verkefnisins, fyrirlesara og boðsfyrirlesara (Mynd: M. Partyka)

Í fréttatilkynningu frá Grænvangi eftir málþingið var fjallað um aukið samstarf Póllands og Íslands á sviði jarðhita og endurnýjanlegrar orku á undanförnum árum og sagði meðal annars: „Á undanförnum árum hefur orðið eftirtektarverður vöxtur í samstarfi Póllands og Íslands á sviði jarðvarma og endurnýjanlegrar orku, auk umhverfis- og loftslagsverkefna. Þetta samstarf hefur verið auðveldað með ýmsum áætlunum og verkefnum á grundvelli EES styrkjasamningsins. Verkefnin hafa tekið til tvíhliða verkefna og auglýsinga um markaðsþátttöku og leitast við að örva frekari samskipti þjóðanna tveggja. Meðal þessara verkefna má sérstaklega nefna KeyGeothermal verkefnið og einnig hagkvæmnisathuganir sem gerðar voru áður fyrir nokkra staði í samstarfi Orkustofnunar, MEERI PAS, og fleiri sérfræðinga frá Póllandi.  Þessi verkefni hafa á átt stóran þátt í að auðvelda aukið samstarf sveitarfélaga, borga og atvinnulífs í Póllandi og Íslandi.“

multi image

Samstarfsaðilar verkefnisins í pallborðsumræðum (Mynd M. Partyka)

KeyGeothermal verkefnið - Staðreyndir, tölur, árangur

Helstu verkefni áætlunarinnar voru eftirfarandi:

·     Þjálfunarnámskeið í Póllandi, 2022–2023.

·     Námsferðir til Íslands, 2022–2023.

·     Vinnuferðir sérfræðinga til valinna staða í Póllandi um stöðumat og valkostagreining fyrir jarðhitanýtingu, 2022-2023.

·     Skýrsla sérfræðinga til valinna staða í Póllandi um  stöðumat og valkostagreiningu fyrir jarðhitanýtingu, 2022-2023.

·     Upplýsingamiðlun og samskipti, (2020–2024),

·     Lokaskýrsla (2024),

·     Verkefnastjórnun (2020–2024).

 

Þjálfun í Póllandi

Alls tóku 127 þátttakendur þátt í þjálfunarverkefnunum í Póllandi árin 2022 og 2023, auk nokkurra til viðbótar. Hins vegar voru mun fleiri umsóknir um þátttöku í verkefninu, en pláss var fyrir, sem sýndi mikinn áhuga á verkefninu.  Hver umferð námskeiðsins innihélt tveggja daga námskeið í Varsjá og eins dags tæknilega heimsókn til nokkurra jarðhitavirkjana og bæja. Námskeiðin voru  haldin af 20 fyrirlesurum – frá Orkustofnun, IGSMiE PAN, utanaðkomandi sérfræðingum auk nokkurra sérfræðinga frá loftslags- og umhverfisráðuneytinu, Þjóðarsjóði um umhverfisvernd og vatnsstjórnun og utanríkisráðuneytinu.

Pallborðsumræður um verkefni – þátttakendur (Mynd: M. Partyka)

Pallborðsumræður um verkefni – þátttakendur (Mynd: M. Partyka)

Meðal boðsgesta á ráðstefnunni var m.a. sendiherra Íslands í Póllandi og fulltrúar stjórnenda loftslags- og umhverfisráðuneytisins og Þjóðarsjóðs um umhverfisvernd og vatnsstjórnun. Í tæknilegu heimsóknunum hittu þátttakendur, staðbundna sérfræðinga og fulltrúa sveitarfélaga.

Þjálfunaráætlunin var skipulögð með tilliti til þeirrar þekkingar sem þörf var á og skipuleggjendur verkefnisins hafa unnið að, svo og þarfa og tillagna frá viðtakendum þessa verkefnis. Útbúin var samantekt á fyrirlestrum, upplýsingaefni og á grundvelli þeirra var unnin yfirgripsmikil handbók sem gefin var út á pólsku, sem einnig er aðgengileg á pólsku og ensku á vefnum.

Þjálfunarnámskeiðin voru einnig metin af þátttakendum í formi nafnlausra kannana. Úttektin varðaði grunnþætti, skipulag og efnislega atriði og mikilvægi þeirra fyrir að auka þekkingu á jarðhita, EES-sjóðum, markmiðum þeirra og áhrifum og hlutverki ríkja sem standa að Uppbyggingar-sjóðnum, þ.e. Ísland, Noregur og Liechtenstein.

Við skipulagningu starfseminnar 2023 var stuðst við hluta af endurgjöf og tillögum frá þátttakendum árið 2022. Mikilvægt var að þátttakendur gátu metið bæði skipulagið og efnislegt stig starfseminnar.

multi image

Pallborðsumræður um verkefni – þátttakendur (Mynd: M. Partyka)

Námsferðir til Íslands

Alls tók 51 þátttakandi frá Póllandi þátt í námsferðum til Íslands árin 2022 og 2023,  þó að eftirspurnin hafi verið mun meiri en pláss var fyrir. Á dagskránni voru námskeið, vinnustofur og tengslanetsfundir með um 120 manns frá Póllandi og Íslandi á fyrsta degi. Síðan voru heimsóknir í hitaveitur í Reykjavík og á Suðurlandi (tveir dagar). Mikil þátttaka í þessum námsferðum til Íslands sannar að mikill áhugi er á að koma á auknu samstarfi á sviði jarðhita á milli Íslands og Póllands.

Mikilvægi þessara atburða var m.a. staðfest með því að sex stjórnendur orku-, loftslags- og umhverfisráðuneytis og utanríkisráðuneytis Póllands tóku þátt í þeim, auk sendiherra Póllands á Íslandi, sem einnig voru með erindi. Þátttakendur heimsóknanna fræddust um starfsemi 15 hitaveitna auk fjölmargra annarra atriða. Þátttakendur í heimsóknunum fengu afhent upplýsingaefni, auk kynningar sem pólsku og íslensku aðilarnir útbjuggu fyrir námskeið, vinnustofur og tengslanetsfundi.

Eins og þjálfunarverkefnin voru námsferðirnar einnig metnar af þátttakendum þeirra í formi kannana. Allir kunnu þeir mjög vel að meta bæði hvað varðar skipulag og efni. Mikilvægi og árangur þessarar heimsóknar hafa sannað gildi sitt og um leið sýna mikilvægi svipaðra verkefna í framtíðinni.

multi image

Pallborðsumræður um verkefni – þátttakendur (Mynd: M. Partyka)

Námsferðir sérfræðinga til valinna staða í Póllandi 

Námsferðir sérfræðinga með þátttöku sérfræðinga frá NEA og IGSMiE PAS teymunum voru skipulagðar til fjögurra staða í Póllandi: Konin og Chochołów (árið 2022) og Koluszki og Koło (árið 2023). Í hverjum þessara bæja stóðu heimsóknirnar í tvo daga. Markmið þeirra var að afla þekkingar á jarðhitaástandi í viðkomandi bæjum, ræða yfirstandandi eða fyrirhuguð jarðhitaverkefni og afla upplýsinga fyrir matsgerð og tillögugerð í formi skýrslu.

Við val á stöðum var byggt á greiningu á jarðhita svæðanna, möguleikum á greiðu aðgengi að og nýtingu jarðhita, framþróun starfsemi á þessu sviði, orku, vistfræði og fleiri þáttum. Viljinn til samstarfs við samstarfsaðila verkefnisins og til að nýta niðurstöður rannsókna og ráðleggingar í ítarlegri skýrslu var einnig mikilvægur. Dagskrá heimsóknar, var þróuð í samvinnu við gestgjafa  í hverjum bæ.

Vinna verkefnisins fól í sér kynningu á bæði hitaveitustjórnun og efnahag sveitarfélagsins, áætlanir um þróun hennar og nútímavæðingu og áætlanir um sjálfbæra þróun. Einnig var rætt um ýmis svið atvinnustarfsemi sem vænleg gætu verið til nýtingar jarðhita.

Mikilvæg viðbót við tækniáætlanir heimsóknanna var stutt kynning á sögu, menningar- og félagslegum hliðum heimsóttra bæja og umhverfis þeirra. Þessir þættir voru einnig liður í því að byggja upp samvinnu og kynnast heimalöndum samstarfsaðila verkefnisins. 

Alls komu um 30 manns að heimsóknunum til einstakra bæja, fulltrúar sveitarfélaga, sérfræðingar á staðnum, rekstraraðilar hitaveitna og styrkþegar styrkþega til þróunar á nýtingu jarðhita til upphitunar. Alls voru 10 hitaveitur  og aðstaða á ýmsum stigum framkvæmdar skoðuð auk fleiri atriða.    

multi image

Hópur hagsmunaaðila verkefnisins, rekstraraðila og samstarfsaðila (Mynd: M. Partyka)

Skýrslur um heimsóknir  sérfræðinga til valinna staða í Póllandi

Skýrslur um heimsóknir  sérfræðinga um möguleika á nýtingu jarðhita á völdum stöðum í Póllandi voru unnar 2022–2023 fyrir þá fjóra staði þar sem þessar heimsóknir fóru fram, en þeir voru: Konin,  Chochołów,  Koluszki, Kolo.

Hver  skýrsla inniheldur niðurstöður greininga og rannsókna ásamt tillögum um hagkvæmustu nýtingu jarðhita til upphitunar, sem og í öðrum tilgangi, aukna orkunýtni, skapandi lausnir, tilraunaverkefni, niðurstöður félagsfræðilegra og hagrænna greininga, niðurstöðum og ráðleggingum fyrir viðkomandi  staði o.fl.. Rannsóknirnar tóku mið  af þekkingu, aðferðum, reynslu, tækni sem íslensku samstarfsaðilarnir nota, auk reynslu og tillagna Pólverjanna. Þær eru kynntar frá sjónarhóli samstarfsaðila verkefnisins - höfunda þessara rannsókna, sem lögðu til að þær yrðu teknar til athugunar og kynntar í framkvæmd, sem viðbót við eða útvíkkun á núverandi lausnum og loknum verkefnum.   

Helstu niðurstöður, ályktanir og ráðleggingar í skýrslunum fjórum voru kynntar og ræddar á fundum fulltrúa IGSMiE PAS í Póllandi og Orkustofnunar  með fulltrúum frá viðkomandi stöðum.  Skýrslurnar fjórar eru samtals um 300 blaðsíður og samanstanda af textum (samantektum, ályktunum, ráðleggingum fyrir hvern stað), tölum og töflum. Skýrslurnar voru sendar til þeirra aðila sem þær voru unnar fyrir.

Að mati fulltrúa allra þeirra sveitarfélaga sem skýrslan var unnin fyrir eru þær mjög gagnlegar bæði fyrir þær jarðhitaframkvæmdir sem þegar eru hafnar og fyrir frekari fyrirhugaðar framkvæmdir og möguleika á víðtækri nýtingu jarðhita og vatns. 

 

Upplýsingar og samskipti

Upplýsinga- og samskiptastarfsemi verkefnisins var m.a. fréttatilkynningar, bæklingar, samantektir, vefsíða, miðlun upplýsinga á ráðstefnum og öðrum innlendum og alþjóðlegum viðburðum, birting greina í blöðum og vísindatímaritum. Þrír viðburðir voru skipulagðir fyrir opnun  og samantekt verkefnisins (2021 - 2024). Upplýsingar um verkefnið og hlutverk FMO skrifstofunnar í Brussel  í stuðningi við þróun jarðhita voru kynntar á 20 ráðstefnum, á innlendum og alþjóðlegum viðburðum – þar á meðal Geothermal Congresses: World (2023), European (2022), National (2021, 2023), Geothermal Round Table – alþjóðlegum viðburði á vegum Geothermica framtaksverkefnisins (2023), sem og World Summit on the Role of Geothermal (2024). Um 30 kynningar og veggspjöld um verkefnið voru kynnt. Tæplega 40 greinar, útdrættir og fréttaskýrslur hafa verið birtar. Í lok árs 2023 höfðu um 2200 heimsóknir á heimasíðu verkefnisins verið skráðar.

 

Skýrslur

Nokkrar skýrslur og annað efni hefur verið unnið á meðan á verkefninu stóð:

·     Handbók (250 bls.), Upplýsingaefni fyrir þjálfunarstarfsemi í Póllandi

·     Fjórar skýrslur frá rannsóknarferðum sérfræðinga í Póllandi:

o      A-hluti. Konin (2022)

o      B-hluti. Chochołów (2022)

o      C-hluti. Koluszki (2023)

o      D-hluti. Koło (2023)

·     Skýrsla um lokaefni ráðstefnunnar - Samantekt verkefnis

·     Lokaskýrsla verkefnisins

Þessar skýrslur má finna hér:

Enskar útgáfur hér

Pólskar útgáfur hér

 

Framlag verkefnisins og MF umhverfisstofnunar Evrópu til stuðnings við nýtingu jarðhita í Póllandi og þróun pólsk-íslensks samstarfs 

KeyGeothermal verkefnið var sameiginlegt átak samstarfsaðila, viðtakenda, fjölda fólks og aðila sem að því koma. Það skilaði miklum árangri, dýpkaði þekkingu á sviði jarðhita og þekkingu á hagnýtum dæmum, tækni, auðveldaði upplýsinga- og reynsluflæði, sameiginlegar rannsóknir og greiningar, betri skilning á sérstöðu jarðhitageirans í Póllandi og á Íslandi, nálgun við rannsóknir og fjárfestingar. Það hefur sannfært marga um að nýta jarðhitann og eflt áhuga þeirra til að ráðast í verkefni á þessu sviði. Það stuðlaði einnig að frekari framförum í þróun samstarfs milli sérfræðinga og stofnana frá báðum löndum.

Samstarfsaðilar og sérfræðingar lögðu áherslu á að vegna verkefnisins  gætu þeir deilt þekkingu sinni og reynslu á sviði jarðhita með fólki sem þarfnast þeirra og muni njóta góðs af þeim. Íslensku samstarfsaðilunum var kynnt áreiðanleg mynd af orkugeiranum, þar á meðal hitaveitum, í Póllandi, auk margvíslegra aðgerða sem gripið hefur verið til á ýmsum stigum til að draga úr losun koltvísýrings (CO2) og innleiða endurnýjanlega orkugjafa, þar á meðal jarðvarma. Þeir lærðu einnig um nútímalausnir á sviði stjórnunar sveitarfélaga, nýsköpunarverkefni til uppbyggingar orkuiðnaðar. 

Árangur  verkefnisins verðskuldar  meiri athygli vegna þess að því  var hrint í framkvæmd að mestu leyti í covid-19 heimsfaraldrinum, með öllum takmörkunum og erfiðleikum þessa tímabils, verðbólgu og öðrum meðfylgjandi aðstæðum. Þrátt fyrir þetta, þökk sé mikilli viðleitni, mikilli skuldbindingu samstarfsaðila, rekstraraðila áætlunarinnar og stofnunarinnar sem styður hana, fjölda fólks, aðila og ákvarðana skrifstofu Uppbyggingarsjóðs EES og NMF - var henni hrint í framkvæmd. Því skal bætt við að sum áhrif þess fóru jafnvel umfram þau markmið sem sett voru.

 

Upphaf pólsk-íslensks samstarfs á sviði jarðhita

Á þessum tímapunkti er rétt að benda á upphaf samstarfs Íslands og Póllands  í jarðhitaverkefnum sem fjármögnuð eru af Uppbyggingarsjóði EES ná aftur til áranna 2016–2017, þegar fyrstu þrjú verkefnin voru framkvæmd með þátttöku teyma frá Íslandi og Póllandi (í einu þeirra tóku einnig þátt samstarfsaðilar frá Noregi og Evrópska jarðhitaráðið); www.eeagrants.agh.edu.plwww.pgi.gov.pl/geothermal4pl.   Auk þess voru unnin verkefnin Jarðhitanýtingarmöguleikar í Póllandi – bærinn Poddębice : Skýrsla rannsóknarheimsókna og jarðhiti – grundvöllur húshitunar með lítilli losun, bætt lífsskilyrði og sjálfbær þróun – forrannsóknir fyrir valin svæði í Póllandi : Skýrsla rannsóknarheimsóknar.

 

Þessi verkefni ruddu brautina fyrir þróun þeirra verkefna sem nú er s.s. KeyGeothermal  í tvíhliða og svæðisbundnum áætlunum Uppbyggingarsjóðs EES um Orku-, umhverfis-  og loftlagsáætlun fyrir Póllands 2014-2021.  Þar á meðal var verkefnið KeyGeothermal mikilvægur þáttur í stuðningi við áætlanir stjórnvalda sem ætlaðar eru til fjárfestinga sem miða að því að auka nýtingu jarðhita til upphitunar í Póllandi. 

 

Niðurstaða – „Vinsamlegast haldið áfram með  verkefnið KeyGeothermal“

Verkefnið KeyGeothermal, er til þessa, stærsta þjálfunarstarverkefni sviði jarðhita sem starfrækt hefur verið í Póllandi, fyrir  fjölmargra, hópa og  aðila í Póllandi. Verkefnið kom einnig  á mikilvægu augnabliki til að efla þróun og uppbyggingu á sviði jarðhita, þökk sé stuðningi frá Uppbyggingarsjóði EES og stjórnvöldum í Póllandi.

Aðilar og svæði í Póllandi standa einnig frammi fyrir verulegum áskorunum varðandi staðbundið orkuöryggi, orkuverði og aðgerðum til að minnka losun gróðurhúsaloftegunda en í því sambandi skiptir aukin notkun jarðhita miklu máli.  

Mikill fjöldi þátttakenda var á námskeiðum í Póllandi og í námsferðum til Íslands, einnig í heimsóknum sérfræðinga. Unnar voru sérfræðiskýrslur, handbók, upplýsingaefni, upplýsingamiðlun auk fjölda annarra atriða, sem er ótvíræð staðfesting á mikilvægi og árangri verkefnisins.

Á þennan hátt hefur verkefnið  verið  mikilvægt framlag til að ná markmiðum áætlunar Uppbyggingarsjóðsins 2014-2021,  um umhverfi, orku og loftslagsbreytingar. 

Við sem stöndum að verkefninu vonum að þekkingin og reynslan sem fengist hefur í verkefninu muni stuðla að árangursríkri framkvæmd jarðhitaverkefna í pólskum bæjum og sveitarfélögum, sem og að auka þekkingu og viðurkenningu. Við erum ánægð með að verkefnið hefur stuðlað að nánara samstarfi milli sveitarfélaga, bæja og fyrirtækja frá Póllandi og Íslandi.

Þetta bendir til þess að þörf sé á fleiri sambærilegum verkefnum, ekki síst vegna mikilvægi til að auka orkuöryggi og minnka losun gróðurhúsaloftegunda heldur einnig vegna þess að að jarðhiti ætti að vera eitt helsta samstarfssvið Póllands og Íslands, bæði innan Uppbyggingarsjóðs  EES, sem og undir öðrum áætlunum og verkefnum.

Það er því við hæfi að gera orð eins þátttakenda á lokaráðstefnunni að lokaorðum:  "Mig langar að biðja  um að framhald verið á sambærilegum verkefnum og „KeyGeothermal“.    

     

Beata Kępińska, Aleksandra Kasztelewicz, Magdalena Tyszer og teymi frá Institute of Mineral and Energy Management, Polish Academy of Sciences og Baldur Pétursson og teymi frá Orkustofnun.

 

Baldur Pétursson var verkefnisstjóri verkefnisins fyrir hönd Orkustofnunar, en með honum að verkefninu á vegum Orkustofnunar komu einnig Ragnar Árnason, verkefnisstjóri, Jón Ragnar Guðmundsson, sérfræðingur og Óskar Pétur Einarsson jarðhitasérfræðingur. Einnig komu að hluta til að verkefninu fyrir hönd Orkustofnunar, María Guðmundsdóttir verkefnastjóri, Heimir Tryggvason sérfræðingur, Lára Guðmundsdóttir, yfirbókari, Ingi Jóhannes Erlingsson fjármála- og rekstrarstjóri, Karen Kjartansdóttir samskiptastjóri, Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og  Guðni A. Jóhannesson fyrrverandi orkumálastjóri.            

 

Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á: keygeothermal.pl

 

Textinn kynnir verkefnið „Uppbygging færni lykilhagsmunaaðila á sviði jarðhita“. Verkefnið er fjármagnað af fjármálakerfi Evrópska efnahagssvæðisins undir áætluninni um umhverfis-, orku- og loftslagsbreytingar fyrir árin 2014-2021 á sviði orkuáætlunar. Númer verkefnissamnings: 2023/2020/WN10/OA-XN-12-pp/D frá 21/12/2020 og viðauki nr. 1 við samning 2023/2020/Wn10/OA-XN-12-pp/D-01