Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Uppruni raforku

Íslensk fyrirtæki sem framleiða rafmagn geta selt upprunaábyrgðir til bæði innlendra og evrópskra aðila og hafa gert það frá árinu 2011.

Orkustofnun hefur það hlutverk að reikna út uppruna raforku á Íslandi eftir orkugjöfum ásamt öðru tengdu útgáfu á upprunaábyrgðum. Samkvæmt lögum er Landsneti falið að gefa út upprunaábyrgðir á Íslandi.

Ef upprunaábyrgðir eru seldar til erlendra aðila í Evrópu þarf að flytja inn ígildi samsvarandi magns raforku í sömu hlutföllum og samsetning raforkuframleiðslu er í Evrópu. Þetta er gert til að koma í veg fyrir tvítalningu sömu orkueininga. Það er skýringin á því að uppruni raforku á íslandi samanstendur af endurnýjanlegri orku, jarðefnaeldsneyti og kjarnorku enda er samsetning raforku í Evrópu aðeins að litlu leyti endurnýjanleg raforka. Íslenskir raforkukaupendur eiga að fá upplýsingar um uppruna raforku á eða með raforkureikningi sínum einu sinni á ári, sbr. reglugerð nr. 757/2012 um birtingu upplýsinga sem eru tengdar upprunaábyrgðum raforku.

Upprunaábyrgðir á raforku eru til þess að orkusali geti fullvissað orkukaupanda um að framleidd hafi verið orka með endurnýjanlegum orkugjöfum. Kaupendur upprunaábyrgða eru þeir sem sjá hag sinn í því að styðja við raforkuframleiðslu frá endurnýjanlegum orkugjöfum og styrkja þannig ímynd sína með því að kaupa upprunaábyrgðir raforku.

Athygli er vakin á því að þrátt fyrir útreiknaðan uppruna raforku á Íslandi er íslensk raforka nánast öll framleidd úr endurnýjanlegum orkugjöfum.