Fréttir, opinberar birtingar, starfsmenn og laus störf er að finna á vef Umhverfis- og orkustofnunar.

Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Orkuskiptalíkan

Frá árinu 2014 hefur verið sett krafa á söluaðila eldsneytis um að ákveðið hlutfall af sölu þeirra sé eldsneyti af endurnýjanlegum toga. Í gildi eru lög um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi og reglugerð um gæði eldsneytis. Samkvæmt lögum nr. 40/2013 er sett söluskylda á söluaðila eldsneytis, en ekki íblöndunarskylda eins og tíðkast í sumum löndum. Söluaðilar eldsneytis hafa þannig frjálst val um tegund eldsneytis sem þeir selja, þannig að hægt sé að uppfylla markmið um 5% hlutdeild endurnýjanlegrar orku í heildarsölu með sem hagkvæmustum hætti. Allt endurnýjanlegt eldsneyti telst með í markmiðinu, þ.m.t. rafmagn, metan, metanól, lífdísilolía og etanól.

Í reglugerð nr. 960/2016 um gæði eldsneytis er gerð krafa á söluaðila eldsneytis um að losun frá seldri orku sé 6% minni en hún var viðmiðunarárið 2010

Lög nr. 40/2013 gefa eldsneyti sem unnið er úr úrgangi tvöfalt vægi á við annað eldsneyti. Þannig telur t.a.m. metan unnið úr sorpi og lífdísilolía framleidd úr sláturúrgangi tvöfalt á við eldsneyti sem framleitt er úr orkuplöntum. Þetta er gert til að auka vægi eldsneytis sem ekki hefur áhrif á fæðuframleiðslu. Þar fyrir utan setja lögin kröfu um að eldsneyti sé unnið með sjálfbærum hætti og dragi sannarlega úr losun koltvísýrings samanborið við jarðefnaeldsneyti. Krafist er vottunar um sjálfbæra framleiðslu alls endurnýjanlegs eldsneytis sem selt er til samgangna á Íslandi í samræmi við tilskipun 2009/28/EB.

Orkustofnun er falið það hlutverk að fylgja lögunum eftir og sjá til þess að endurnýjanlega eldsneytið uppfylli þær sjálfbærnikröfur sem til þess eru gerðar, og ber jafnframt skylda til að gefa út yfirlit um notkun endurnýjanlegs eldsneytis.

Talan árið 202114,7%
Talan fyrir árið 202174%
Þar af hreinir rafmagnsbílar27%
Tengiltvinnbílar31%
Tvinnbílar16%
Metan0,03%

Orkuskipti á uppleið árið 2021

Sala á endurnýjanlegu eldsneyti hefur aukist um 62% frá árinu 2018.

Innflutt lífdísilolía losaði 78%

minna af góðurhúsalofttegundum en hefðbundið eldsneyti

Innflutt etanól losaði 57%

mina

Söluaðilar eldsneytis á Íslandi þurfa samkvæmt lögum nr. 40/2013 að sýna fram á að eldsneytið sé endurnýjanlegt og að framleiðsla þess uppfylli sjálfbærnisviðmið sé það ætlað til notkunar í samgöngum á landi og notað til að uppfylla söluskylduna um endurnýjanlegt eldsneyti. Það er gert með því að að afla upprunavottorða frá viðurkenndum útgefendum upprunavottorða sem eru samþykkt af ESB.

Með hverjum innfluttum farmi af endurnýjanlegu eldsneyti þarf að fylgja sjálfbærniyfirlýsing þar sem vitnað er í upprunavottorðið. Upprunavottorðið er gilt í eitt til þrjú ár í senn.

Til að koma til móts við innlenda framleiðendur á Íslandi hefur þeim verið boðið að skila inn greinargerð þar sem gerð er grein fyrir uppruna eldsneytisins. Einungis endurnýjanlegt eldsneyti sem framleitt er úr íslensku hráefni eða úr úrgangi sem fellur til á Íslandi heyrir undir slíka greinargerð.

Mynd 1 sýnir magn endurnýjanlegs eldsneytis sem fer til samgangna á landi, framleitt á Íslandi árin 2008–2021 í kílótonnum olíuígilda. Inni í gögnunum hér er áætluð notkun rafbíla.

Nafn framleiðanda
Stofnár
Tegund eldsneytis
Hráefni
Norðurorka
2014
Metan
Hauggas
Jarðvarmi
2011
Lífdísill
Notuð steikingarolía / dýrafita
Vindorka
2001
Metan
Hauggas
Orka Náttúrunnar
2017
Vetni
Vatn, raforka

Tafla 1 sýnir yfirlit yfir innlenda framleiðendur endurnýjanlegs eldsneytis árið 2021 og hráefni sem fer í framleiðsluna.

Árið 2021 voru sex tegundir endurnýjanlegs eldsneytis notaðar í samgöngum á landi; lífdísilolía, etanól, metan, vetni og raforka (hér eru bara taldar upp fimm tegundir). Metan, raforka og vetni eru eingöngu innlendir orkugjafar, á meðan lífdísilolía og etanól voru að nánast öllu leyti flutt inn. Sú lífdísilolía sem framleidd var á Íslandi árið 2021 fór að mestu í annað en á bíla.

Samkvæmt reglugerð 750/2013 er varðar viðmiðanir í sjálfbærri lífeldsneytisframleiðslu, og byggð er á lögum nr. 40/2013, skal losun gróðurhúsalofttegunda vegna notkunar lífeldsneytis vera að lágmarki 50% minni en dæmigerð losun gróðurhúsalofttegunda frá jarðefnaeldsneyti. Ef lífeldsneyti er framleitt í starfsstöð sem hóf framleiðslu 1. janúar 2017 eða síðar skal hlutfallið vera að lágmarki 60%.

Nafn framleiðanda
Innlent
Erlent
Metan
9%
0%
Lífdísilolía
0%
26%
Etanól
0%
35%
Rafmagn
30%
0%
Samtals
49%
62%

Tafla 2 sýnir hlutfallslega skiptingu endurnýjanlega eldsneytisins sem notað var til samgangna á landi eftir tegundum.

Mynd 2 og 3 (vantar að uppfæra) sýnir hlutfallslegt selt magn íblöndunarefna á bíla árið 2021 ásamt samdrætti í losun eftir tegund hráefnis og upprunalandi. Íblöndun í dísil og íblöndun í bensín, en allt innflutt eins og áður hefur komið fram.

íblöndun í bensín á bíla hér á landi er aðallega framleidd úr korni og repju og Innfluttur dísill er að mestu blandaður með repju.

Sala eldsneytis 2021

Mynd 4 sýnir hlutfallslega skiptingu eldsneytis til nota í samgöngum á landi miðað við orkuinnihald. Langstærstu tegundirnar eru enn þá bensín og dísilolía. Verð olíu hefur áhrif á eldsneytisnotkun bíla, og þá er samsetning opinberra gjalda mikill áhrifavaldur. Bensínið var nær allsráðandi þar til lögum um þungaskatt var breytt, en þá fjölgaði smærri dísilbílum og sala dísilolíu jókst í kjölfarið.

Sala á endurnýjanlegu eldsneyti tók stökk þegar því voru veittar skattaívilnanir og söluskylda tók gildi. Endurnýjanlegt eldsneyti er nú um 14.7% af öllu eldsneyti til samgangna á landi þegar tekið er tillit til þeirra tegunda sem telja tvöfalt, auk raforku á rafbíla, sjá nánari útlistun í töflu 3.

2021
Metan 1x Rafmagn 1x
Metan 2x Rafmagn 4x
Bensín
28.6%
27.4%
Dísilolía
60.2%
57.9%
Íblöndun í dísil
3.9%
3.7%
Vetni
0.0%
0.0%
Íblöndun í bensín
5.5%
5.3%
Metan
0.7%
1.3%
Rafmagn
1.1%
4.4%
Endurnýjanlegt eldsneyti
11.2%
14.7%

Eldsneytisnotkun Eftir tegund og geirum.

Innlend framleiðsla