Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Vinna við nýja heimasíðu Umhverfis- og orkustofnunar er í gangi. Heimasíða Orkustofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.“

Fjölmiðlar

Orkustofnun leggur áherslu á að byggja upp og miðla þekkingu á fagsviðum stofnunarinnar svo sem á sviðum orku-, auðlinda-, og loftslagsmála. Þannig getur stofnunin stuðlað að upplýstri umræðu og verið leiðandi í opinberri umræðu um þessi málefni. Markmiðið er að auka skilning á orkumálum og skapa traust milli almennings, sérfræðinga, fjölmiðla og stjórnvalda. Við tökum þátt í opinberri umræðu og veitum viðeigandi upplýsingar á hverjum tíma. Við leggjum okkur fram við að koma á framfæri upplýsingum um stöðu mála og tökum fagnandi allri umræðu um okkar verkefni. Við veitum fjölmiðlum góða þjónustu og svörum eins fljótt og auðið er. Orkustofnun framtíðarinnar er framsýn, traust og skilvirk stofnun sem leggur áherslu á fagmennsku, frumkvæði og samvinnu í störfum sínum. Samskiptastjóri annast miðlun upplýsinga og kynningarmál og tekur við fyrirspurnum fjölmiðla sem varða starfsemi Orkustofnunnar. Tölvupóstfang: fjolmidlar@os.is

image
Samfélagsmiðlar

Orkustofnun nýtir samfélagsmiðla til að auðvelda viðskiptavinum og öðrum áhugasömum aðgang að því efni sem stofnunin gefur út.

Facebook

Linkedin